en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/37664

Title: 
  • Title is in Icelandic Lífssaga ungrar konu
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Kjarni þessarar ritgerðar er lífssaga ungrar fatlaðrar konu sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi og tjáir sig á óhefðbundinn hátt. Saga hennar frá fæðingu til um þrjátíu ára aldurs er sögð í með orðum móður hennar. Sú saga er felld inn í umfjöllun um hugmyndafræðilega þróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi varðandi rétt fatlaðs fólks til sjálfræðis og hefur í fjölmörgum löndum leitt til breytinga á bæði hugsunarhætti almennt og á löggjöf varðandi réttindi fatlaðs fólks. Sérstaklega er fjallað um aðstæðubundið sjálfræði í þessu sambandi.Einnig er fjallað um boðskipti með óhefðbundinni tjáningu og um samstarf milli aðstandenda fatlaðs fólks og starfsfólks sem sinnir þjónustu við fatlað fólk. Markmiðið með ritgerðinni er skoða lífssögu ungu konunnar í því ljósi og reyna að meta sjálfræði hennar miðað við þá aðstöðu sem hún er í. Fjallað er um ýmsar nýlegar íslenskar rannsóknir varðandi sjálfræði sem sýna að fólk með þroskahömlun fær oft ekki að taka mikilvægar ákvarðanir varðandi líf sitt, svo sem hvar eða með hverjum það býr, þótt því sé treyst fyrir smærri ákvörðunum. Einnig skortir oft á að starfsfólk sem sinnir fötluðu fólki hafi viðeigandi menntun og fái næga fræðslu varðandi starf sitt. Niðurstöður ritgerðarinnar benda þó til að unga konan sem fjallað er um hafi haft tölvert svigrúm til að rækta sjálfræði sitt en til þess hefur hún hlotið góðan stuðning aðstandenda og starfsfólks. Saga hennar er áminning um mikilvægi góðrar menntunar og þjálfunar starfsfólks og almennrar vitundarvakningar um réttindi fatlaðs fólks.

Accepted: 
  • Feb 22, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37664


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lífssaga ungrar konu.pdf468.81 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Ritgerðin - lokaverkefni_Olafia_Magnea.pdf136.2 kBLockedDeclaration of AccessPDF