is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37665

Titill: 
 • Að hefja sig upp úr hjólförum og halda áfram veginn : starfendarannsókn þar sem kennari aflar sér upplýsinga um leiðsagnarmat og ritun sem urðu að verkfærum til þess að breyta námsumhverfi
 • Titill er á ensku „Don´t dwell in the past nor the present; focus on the future.“ : practitoner research, is research where the teacher accumulates information on formative assessment and writing, which then become tools to change the educational environment or circumstances
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í Aðalnámskrá grunnskóla 2011/13 er lögð áhersla á leiðsagnarmat í stað lokamats. Þess konar námsmat kallar á grundvallarbreytingar á rótgrónum viðhorfum og kennsluháttum. Hvergi kristallast þessar breytingar betur en í ritunarkennslu. Kennari þarf að stíga úr hlutverki þess sem kennir, metur og dæmir og inn í hlutverk þess sem leiðbeinir og leiðsegir. Um leið þurfa nemendur líka að breyta hugarfari sínu í grundvallaratriðum; að tileinka sér hugarfar vaxtar og taka ábyrgð á eigin námi. Ritun er öflugt tæki til náms í öllum greinum og þjálfar skilning og beitingu tungumálsins. Með aukinni upplýsingatækni í skólastarfi, skapast nýir möguleikar til að leiðbeina um ritun og birta ritsmíðar nemenda. Tilgangur þessarar starfendarannsóknar var að skoða eigin kennsluhætti. Rannsóknarspurningin var: Hvernig get ég, sem kennari í 5. bekk, breytt kennsluháttum mínum í anda hugmyndafræði leiðsagnarmats, til að efla kennslu í ritun þvert á námsgreinar og þannig bætt málskilning, orðaforða og læsi nemenda minna í samræmi við hæfniviðmið Aðalnámskrár?
  Rannsóknarþemu verkefnisins eru upplýsingar sem verða að verkfærum, valdefling í starfi og nemendur sem þátttakendur í eigin námi. Rannsóknarþema, sem varð mér að verkfærum í rannsókninni, eru leiðsagnarmat, vaxandi hugarfar, ritun og spjaldtölvur.
  Með því að ígrunda og endurnýja faglega starfskenningu mína, þá hefur starf mitt innan skólans færst í þá átt að nemendur mínir skapi sjálfir sína eigin þekkingu og læri af námsferlinu.
  Mikilvægt er fyrir kennara að eiga samtal við nemendur og deila ábyrgð með þeim á náminu, að kenna þeim að ræða hlutina sín á milli og vinna saman á uppbyggilegan hátt. Þegar kennari leiðbeinir nemendum í ritunarferlinu, með hugmyndafræði leiðsagnarmats sem grundvöll, skapast vettvangur til þess að ræða um ritunarferlið. Reynsla mín er sú að þá séu nemendur frekar tilbúnir að tileinka sér vaxandi hugarfar.

 • Útdráttur er á ensku

  The official main curriculum, for elementary schools in Iceland 2011/13, emphasizes formative assessment instead of summative assessment. That approach of evaluation in schools, calls for fundamental changes of deeply rooted attitudes and ways of teaching. Nowhere do these changes crystallize better than in methods used in teaching writing. Teachers must step away from the role of the one who teaches, evaluates and judges and into the role of the one who guides their students. At the same time, the students need to change their attitudes of fundamental points and adopt a mindset of growth and responsibility in their studies. Writing is a powerful tool in education in all subjects and develops understanding and utilization of the language. With increased information technology in schools, new opportunities are created for guidance in writing and distribution of what students are writing.
  The purpose of this practitioner research was to observe my own way of teaching. The research question was: How can I, as a 5th grade teacher, change my way of teaching in the spirit of the ideology of formative assessment, to reinforce teaching in writing across school subjects in order to increase comprehension, vocabulary and literacy of my students in accordance to the main curriculum?
  The themes of the research are information which become tools, empowerment in work, and students as participants in their own education. A research theme that became a tool in the research are formative assessment, growth mindset, writing and electronic cards.
  By contemplating and renewing my professional practical theory, my work within the school has moved towards the direction where my students are more themselves and create and develop their own knowledge and learn throughout the process.
  It is important for teachers to have a conversation with their students and share responsibility during their education. We need to teach them to have a conversation among themselves and work together in a constructive manner. When a teacher guides their students in the writing process with the ideology of formative assessment as a foundation, a platform is created to have this conversation, and in my experience, students are then ready and willing to adopt a mindset of growth.

Samþykkt: 
 • 22.2.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37665


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Selma Jónasdóttir -Lokaskil 24.01.2021.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemma.pdf38.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF