Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37666
Með þessari ritgerð er það ætlun höfundar að varpa ljósi á mikilvægi þess að nemendur á miðstigi í grunnskóla fái tækifæri til þess að gera mistök í námi sínu og hvernig er best fyrir kennara að stuðla að því að nemendur hafi rými til þess að læra af mistökum sínum. Því til rökstuðnings er horft til þriggja mikilvægra námskenninga; atferliskenningar, hugsmíðahyggju og hugrænnar félagsnámskenningar, þar sem sérstaklega er fjallað um viðhorf og viðbrögð við mistökum, ýmist frá sjónarhorni kennara eða nemenda. Notast var við eigindlega aðferðarfræði við greiningu fyrirliggjandi heimilda sem fengnar voru úr útgefnum bókum og ritrýndum tímaritum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kennsluumhverfi og viðmót kennara móti andrúmsloft kennslustofunnar og sömuleiðis viðhorf nemenda til eigin mistaka, jafnframt því sem mistaka-meðhöndlun kennara ýmist hvetur til eða dregur úr vilja nemenda til þess að viðra sjálfstæðar hugmyndir og/eða hugsanir sínar og fái þar með tækifæri til þess að gera mistök og læra af þeim. Það er enn fremur á ábyrgð kennara að byggja markvisst upp námsumhverfi þar sem nemendur upplifa öryggi og frelsi til mistaka og að kennarar viðurkenni mistök sem námstækifæri óháð bakgrunni og menningu kennara og/eða nemenda. Hafa ber hugfast að nemendur eru einnig mjög ólíkir og hafa mismunandi hvata og markmið að baki frammistöðu sinnar en séu kennarar meðvitaðir um þeirra fyrri þekkingu og reynslu getur það reynst nemendum dýrmæt leið að námi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 171,28 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaritgerd final cut.pdf | 642,29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |