is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37667

Titill: 
  • Ég sé ekkert fyrir forréttindum mínum : kennsluverkefni og greinargerð um samtvinnuð áhrif sérkenna á forréttindi og jaðarsetningu einstaklinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er samansett úr greinargerð annars vegar og kennsluverkefni hins vegar. Í báðum þáttum er samtvinnun (e. intersectionality) höfð í fyrirrúmi og tengsl hennar við skilning á réttindum fólks á árum áður og enn þann dag í dag. Forréttindi, jaðarsetning, „litblinda“ og fordómar eru stærstu þættir lokaverkefnisins. Hvernig kennarar geta leitt nemendur í gegnum sjálfsskoðun þar sem eigin forréttindi, jaðarsetning og fordómar eru skoðaðir út frá hugmyndum samtvinnunar. Hugmyndin spratt upp frá því að höfundur taldi vera skort á femínísku kennsluefni í grunnskólum og að nauðsyn væri að bæta úr því. Höfundur leitaði heimilda á veraldarvefnum í femínískum tímaritum sem og femínískum uppeldis- og menntunarfræðibókum. Kennsluefnið er gert fyrir unglingastig grunnskóla í samfélagsgreinum með það að markmiði að nemendur sjái tilgang í því að skoða eigin forréttindi og jaðarsetningu sem og þau margþættu áhrif sem sérkenni einstaklingsins hafa. Höfundur trúir því að allir kennarar allra skólastiga, í öllum faggreinum, geti nýtt sér þá þekkingu sem fyrir kemur í þessu lokaverkefni og færst einu skrefi nær í jafnréttisbaráttu allra.

Samþykkt: 
  • 22.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_Yfirlýsing.pdf162.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Verkefni 1 Hvít forréttindi - Glærupakki 2.pdf434.02 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Verkefni 1 Forréttindi- Hvað get ég gert - Glærupakki 1.pdf205.68 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Verkefni 2 Flokkun sérkenna- Viðhengi.pdf120.6 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Verkefni 2 Forréttindi eru aðstæðubundin - Viðhengi.pdf113.57 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Verkefni 3 Samtvinnun og saga verkefnalýsing - Viðhengi.pdf115.76 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Ég sé ekkert fyrir forréttindum mínum - Greinargerð.pdf472.38 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Ég sé ekkert fyrir forréttindum mínum - Kennsluverkefni.pdf298.34 kBOpinnKennsluverkefniPDFSkoða/Opna