is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37668

Titill: 
 • Áhrifaþættir sjónvarpsauglýsinga : gera þekktir talsmenn sjónvarpsauglýsingar eftirminnilegri?
 • Titill er á ensku Influencing factors on television commercials : does the use of celebrities in television advertisements make them more memorable?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknarskýrslu er að greina og setja fram helstu áhrifaþætti sem hafa áhrif á minni áhorfenda á sjónvarpsauglýsingum. Rannsakað var hvaða þættir þátttakendur töldu hafa mest áhrif á það af hverju þeir mundu eftir auglýsingum úr myndbandi sem sýnt var í upphafi könnunarinnar. Rannsóknin var framkvæmd með megindlegri rannsóknaraðferð sem fól í sér spurningakönnun á netinu. Rannsóknarspurningin sem leitast var eftir að svara var:
  Gera þekktir talsmenn sjónvarpsauglýsingar eftirminnilegri?
  Spurningakönnuninni var skipt upp í 17 hluta og var það gert til þess að koma í veg fyrir að þátttakendur vissu hvað var verið að rannsaka. Rannsóknin snerist út á það hvaða auglýsingar þátttakendur mundu eftir og af hverju þeir töldu sig muna eftir ákveðnum auglýsingum.
  Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar byggir á fyrrum rannsóknum og fræðum um viðfangsefnið. Niðurstöðurnar eru settar fram með myndrænum hætti og lýsandi tölfræði, þá var einnig notast við einkunnargjöf þar sem hverjum áhrifaþátt var gefin stig og reiknað meðaltal.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þrír helstu áhrifaþættir sem höfðu áhrif á það af hverju þátttakendur töldu sig muna eftir auglýsingu voru: einstaklingurinn sem lék í auglýsingunni, litirnir í auglýsingunni og tónlistin. Rannsóknin gefur innsýn inn í huga áhorfenda þegar þeir horfa á sjónvarpsauglýsingar, þó er athyglin betri þegar um könnun er að ræða en daglegt líf þátttakanda fyrir framan sjónvarpið. Mikilvægt er að skoða þessa þætti til að gefa fyrirtækjum tækifæri til að sjá hvað hefur mest áhrif á það af hverju áhorfendur muna eftir einstaka auglýsingum.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research report is to analyze and present the main influencing factors that affect the memory of viewers of television commercials. Main reasons why participants remembered advertisements was studied from a video which was presented to them in the online survey. The study was conducted using a quantitative research method that included an online questionnaire. The research question that was sought to be answered was:
  Does the use of celebrities in television advertisements make them more memorable?
  The questionnaire was divided into 17 parts to prevent participants from knowing the purpose of the research. The study focused on which advertisements participants remembered and what they thought the reason was for them remembering certain advertisements.
  The theoretical background in this research is based on previous researches and academic studies on the subject. The results are presented in a graphical way and descriptive statistical data, predetermined criteria was used, where each influencing factor was given points and an average was calculated.
  The main results of the study showed that the three main factors influencing participants memory of an advertisement were: celebrity endorsement, colors in the advertisement and music. This study provides an insight into the viewers' minds when they are watching television commercials, although the attention is better in a survey than in the daily life of the participant when they sit in front of the television at home. It is important to look at these factors to give companies an opportunity to see what has the most impact on why viewers remember individual ads.

Samþykkt: 
 • 24.2.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BrynjaDoggBjarnadottir_BS_lokaverk.pdf2.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna