is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37669

Titill: 
  • Áhrif línuívilnunar : eru útgerðir að nýta sér línuívilnun jafn mikið núna og áður fyrr?
  • Titill er á ensku Effects of line concessions : are fishing companies exploiting longline fishing concessions as much today as before?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fiskveiðar hafa ávallt verið mjög mikilvægar fyrir Íslendinga og íslenskt þjóðarbú, enda verið ein stærsta atvinnugrein landsins í langan tíma. Á síðustu áratugum hafa fiskveiðar þróast hratt og miklar breytingar hafa orðið í sjávarútvegi. Þar hafa krókaveiðar skipað stóran sess og sérstaklega línuveiðar með handbeitta línu en línuveiðar með handbeitta línu hafa farið minnkandi með ári hverju og þar af leiðandi færri smábátar sem nýta sér línuívilnun sem valkost.
    Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort útgerðir væru að nýta sér línuívilnun í sama mæli í dag og áður fyrr. Notast var við eigindlegar rannsóknir, gagnasöfnun á netinu og rýnt í ársreikninga útgerðar sem nýtir sér línuívilnun sem rannsakandi fékk aðgang að. Tekin voru viðtöl við þrjá aðila sem hafa gert út línubáta og nýtt sér línuívilnun. Einnig var var rætt við bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar til að fá innlegg frá sjónarmiði fulltrúa bæjarins. Notuð voru gögn frá Fiskistofu og Hagstofunni og gamlir ársreikningar voru skoðaðir til að rýna betur í stöðuna hvernig hún er í dag árið 2020 og hvernig hún var áður fyrr. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að útgerðir nýta sér línuívilnun mun minna núna en áður fyrr, og eru helstu ástæður þess að kostnaður í landi hefur hækkað mikið, s.s. launakostnaður og beita. Fiskerí hefur minnkað á handbeitta línu og lengra er að sækja fiskinn en áður og því fara útgerðir í vélbeitningu sem telst mun hagkvæmari í dag, að sögn viðmælenda.

Samþykkt: 
  • 24.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37669


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EinarGuðmundsson_BS_lokaverk..pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna