is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3767

Titill: 
  • Fögnuður og yndi : fræðsluefni handa sumarbúðum KFUM & KFUK
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi er sá grunnur sem Fræðsluefni fyrir sumarbúðir KFUM og KFUK byggir á. Í greinargerðinni er fjallað um þau meginmarkmið sem eru með fræðsluefninu og er í því samhengi komið inn á markmið félagsins KFUM og KFUK á Íslandi og hvaða munur sé á kristinni fræðslu á þeirra vegum, annars vegar, og á vegum opinberra íslenskra grunnskóla, hins vegar. Því næst eru forsendur þeirra barna, sem sumarbúðirnar sækja, skoðaðar, með tilliti til þroskasálfræðikenninga og kenninga um trúarþroska barna. Gerð er grein fyrir inntaki fræðsluefnisins, val á viðfangsefnum er tekið fyrir og rökin fyrir því útlistuð – út frá þeim markmiðum sem liggja að baki trúfræðslu í sumarbúðum KFUM og KFUK. Að lokum er útfærsla efnisins tekin fyrir með tilliti til fjölbreyttra kennsluaðferða og þess sem höfundur telur mikilvægt að þeir sem að fræðslunni komi hafi í huga.
    Þar sem greinargerð þessi er fræðileg umgjörð um fræðsluefni sem í eðli sínu er kennslufræðilegt hef ég valið að vinna hana með því að leitast við að svara sígildu kennslufræðispurningunum þremur: Hvers vegna? Hvað og Hvernig? og auk þeirra fjórðu spurningunni: Fyrir hverja?
    Þar sem sumarbúðabörnin koma úr ólíkum áttum er mikilvægt að fræðsluefnið taki tillit til þess og leitist við að mæta samtímis börnum sem lítið þekkja til kristinnar trúar og öðrum sem eru kunnug því efni sem tekið er fyrir í fræðslunni. Á grundvelli trúarþroskans er mikilvægt að fræðsluefnið sé framsett á máli sem börnin skilja og ekki með framandi orðanotkun. Mikilvægt er að taka tillit til þess að börn fram að um 11 ára aldri eiga erfitt með að skilja það sem er óhlutbundið en það á einmitt við um líkingamál Biblíunnar. Árangursrík leið til þess stuðla að betri skilningi barnanna er kennsla með notkun listgreina sem útgangspunkt. Þegar unnið er með list er oft verið að vinna með óhlutbundna þætti og í gegnum listina er unnt að birta ýmislegt sem ekki er hægt að tjá á annan hátt. Það gerir listgreinar að kjörnum aðferðum í kennslu sem felur í sér óhlutbundin hugtök en auk þess hafa flest börn ríka sköpunarþörf og virkt ímyndunarafl og í listrænni vinnu geta þau fengið tækifæri til að rækta það.

Athugasemdir: 
  • Efnið er annars vegar fræðsluefni og hins vegar fræðileg greinargerð sem fræðsluefnið byggir á. Fræðsluefnið sjálft er unnið fyrir sumarbúðastarf KFUM &KFUK
Samþykkt: 
  • 29.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3767


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverk_fraedileggreinargerd.pdf392.96 kBLokaðurGreinargerðPDF
Lokaverk_fraedsluefni_fixed.pdf595.01 kBLokaðurFræðsluefni PDF
riksson_fixed.pdf654.13 kBLokaðurAuka-fylgiskjal_fyrirfræðsluefniPDF