is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37676

Titill: 
  • Breytingar á vinnuaðstæðum : viðbrögð og áhrif á starfsmenn Isavia ohf. af fyrirvaralitlum breytingum á vinnuaðstæðum í tengslum við COVID-19
  • Titill er á ensku Changes in working conditions : reactions and influence on employees of Isavia ohf. of changes in working conditions made with short notice due to COVID-19
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Breytingar eru óhjákvæmilegur hluti allra skipulagsheilda og fagleg breytingastjórnun er mikilvægur hlekkur í því að breytingar verði árangursríkar og vel takist til við innleiðingu. Einhverjar stærstu samfélagslegu breytingar samtímans áttu sér stað á vormánuðum ársins 2020 þegar einstaklingar þurftu að færa vinnustöðvar sínar heim vegna útbreiðslu COVID-19. Isavia ohf. sinnir rekstri og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og var eitt þeirra félaga sem þurfti að takast á við slíkar breytingar og senda stóran hluta starfsmanna sinna heim að vinna. Megin tilgangur heimavinnu var að hefta útbreiðslu veirunnar innan samfélagsins og á vinnustaðnum og halda þannig félaginu starfhæfu. Í rannsókn þessari voru viðbrögð starfsmanna Isavia og líðan þeirra skoðuð með eigindlegri aðferð út frá kenningum um árangursríka breytingastjórnun og viðbrögðum við breytingum. Auk þess var reynsla þeirra og upplifun af heimavinnu skoðuð og það hvernig stjórnendur voru í stakk búnir til að takast á við þessar breytingar. Viðtöl voru tekin við fimm almenna starfsmenn á skrifstofu og tvo stjórnendur. Áður hafði reynsla starfsmanna af heimavinnu verið skoðuð með megindlegri rannsóknaraðferð af mannauðssviði Isavia og voru niðurstöður þessarar rannsóknar meðal annars bornar saman við niðurstöður þeirrar könnunar. Helstu niðurstöður benda til þess að starfsmenn hafi almennt brugðist vel við breytingunum og hafi á heildina nokkuð jákvæða reynslu af heimavinnunni. Stjórnendur virðast hafa verið fremur vel í stakk búnir til að takast á við breytingarnar og að styðja við sitt fólk.

  • Útdráttur er á ensku

    Changes are an inevitable part of any organization. Change management is important in order for changes and the implentation of changes to become successful. Some of the biggest social changes in present times happened in the spring of 2020 when employees had to work from home due to COVID-19. Isavia ohf. was one of many organizations that had to face this new reality and have employees work from home. The main purpose was to stop the spread of the virus within the community and in the workplace, keeping the organization operational. This research explores the reaction of Isavia´s employees to the changes using qualitative research methods from theories of change management and reaction to change. Their experience of working from home was also looked into and how managers were prepared to tackle the changes. Interviews were conducted with five general members of the office staff and two managers. Previously, Isavia's employees experience of working from home had been researched using a quantitative research method, and the results of this study were, among other things, compared with the results of that survey. The results indicate that employees adjusted well to the changes and have an overall posititve experience of working from home. Managers seem to have been fairly well prepared for the changes and successful in supporting their staff.

Samþykkt: 
  • 24.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37676


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JofridurLeifsdottir_BS_lokaverk.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna