is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37678

Titill: 
 • Ferðamenn detta ekkert af himni ofan : hvernig geta ferðaþjónustufyrirtæki breytt ógn í tækifæri á tímum Covid-19?
 • Titill er á ensku Tourists will not simply drop out of the sky : how tourism companies can find opportunities in the time of Covid-19 ?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Árið 2020 mun seint gleymast vegna útbreiðslu kórónuveirunnar Covid-19 og afleiðingum hennar. Ferðaþjónustan hefur orðið illa úti þar sem ferðahömlur í dag eru miklar og vegna þessa hefur orðið tekjuhrun í atvinnugreininni. Tilgangur rannsóknar er því að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki geta reynt að komast í gegnum þessa tíma og hvaða tækifæri er hægt að greina í umhverfinu sem gæti veitt samkeppnisforskot, áhrif markaðssetningar og með hvaða hætti möguleg viðspyrna verður. Rannsóknin er byggð á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem rætt var við níu viðmælendur sem allir hafa reynslu úr atvinnugreininni. Viðtölin voru greind í mismunandi þemu og sett í samhengi við fræðilega túlkun og samfélagslegt samhengi.
  Niðurstöður rannsóknar benda til þess að ferðamenn komi til með að velja áfangastaði sem þeir telja vera örugga og þar sem ekki er fjölmenni. Ferðaþjónustufyrirtæki ættu því að nota tímann núna til endurskipulagningar, horfa til stefnumótunar, markaðssetningu og leggja áherslu á sérstöðu áfangastaðarins Íslands sem hentar vel þörfum ferðamanna á tímum Covid-19. Áherslan ætti þó að vera á nýsköpun í sjálfbærni og græna ferðamennsku sem hægt væri að nýta til aðgreiningar fyrir áfangastaðinn og ferðaþjónustufyrirtækin sem þar starfa.
  Rannsóknin getur haft gildi fyrir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja og gefið þannig innsýn inn í hvaða áherslur ætti að horfa til en niðurstöður bera þó þess einnig merki að þar sem faraldrinum er ekki lokið er nauðsynlegt að horfa til frekari rannsókna og meta þær afleiðingar sem Covid-19 farsóttin mun hafa í heild sinni á atvinnugreinina þegar hefur tekist að ráða niðurlögum veirunnar.

 • Útdráttur er á ensku

  The year 2020 will be very memorable due to the Covid-19 coronavirus and its effects. The travel industry has been hit hard due to the travel restrictions, and many companies are on the brink of bankruptcy due to a collapse in revenue in the industry. The purpose of this research is to examine how the tourism companies can pull through these difficult times, and what will be the best solution for these companies to get a competitive advantage to other destinations including the influence of marketing and the possibility of resistance. The research is based on a qualitative research method. Nine employees associated with the travel industry were interviewed individually and the interviews analyzed with interpretive diagnosis and themes were produced and social context.
  The result of this research indicates that tourists will choose destinations that they consider safe and are not too crowded. Companies in the travel industry should therefore use this downtime to refocus and reorganize, focus on strategic planning, and investigate what the destination Iceland has to offer for tourists today and its marketing. The key marketing should be moving towards sustainable travel and eco-friendly tourism to distinguish themselves and the brand from other destinations. The research could have a practical value to managers of tourism companies and guide them on how to rebuild tourism. However, the results indicate that because the pandemic is not over, further research will be needed to evaluate the consequences of the effects of the Covid-19 coronavirus worldwide on the travel industry.

Samþykkt: 
 • 24.2.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37678


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SvanaKristinsdottir_BS_lokaverk.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna