is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37679

Titill: 
 • Hvernig er hægt að nýta samhæfð markaðssamskipti og samfélagsmiðla til að auka vörumerkjavirði netverslana : könnun á íslenskum fyrirtækjum með netverslun
 • Titill er á ensku How should e-commerce sites use integrated marketing communications and social media to increase brand equity?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hvernig er hægt að nýta samhæfð markaðssamskipti og samfélagsmiðla til að auka vörumerkjavirði netverslana? Rannsókn þessi er gerð til að kanna hvernig netverslanir geti nýtt sér samhæfð markaðssamskipti til að haga sínu markaðsstarfi og hvernig samfélagsmiðlar passa inn í þá hugmyndafræði. Gagnaöflun fór fram með því að senda út megindlega spurningakönnun á 530 fyrirtæki og viðtöl voru tekin við fjóra sérfræðinga sem starfa í markaðsmálum.
  Helstu niðurstöður rannsóknar sýndu fram á að samhæfð markaðssamskipti væru heppilegt tól til að nota í markaðsstarfi fyrirtækja. Fyrirtæki þurfa að vera með ákveðna stefnu, fara eftir henni og hafa hana áþreifanlega í allri starfsemi fyrirtækisins er snýr að markaðsmálum, hvort sem það eru samfélagsmiðlar, verslunin sjálf eða hefðbundnir miðlar. Mikilvægt er að stefnumótun á samfélagsmiðlum haldist í hendur við almenna markaðsstefnu fyrirtækisins. Þá geta fyrirtæki nýtt samfélagsmiðla til að framleiða virðisaukandi markaðsefni, þar sem að markmiðið með notkun samfélagsmiðla ætti ekki eingöngu að vera sölulegs eðlis. Virðisaukandi efni á samfélagsmiðlum á að taka tillit til markaðsstefnu fyrirtækisins, fræða neytandann um vöruna eða þjónustuna og opna á samskipti við viðskiptavini. Það hjálpar til við að byggja upp langtímaviðskiptasambönd og gerir neytendur að fylgjendum á sama tíma og netverslunin eykur vörumerkjavirði.
  Þessi tiltekna rannsókn fór fram á tímum heimsfaraldurs og því hefur hlutdeild netverslunar aukist talsvert á síðastliðnum mánuðum.

 • Útdráttur er á ensku

  How should e-commerce sites use integrated marketing communications and social media to increase brand equity? The aim of this study was to observe how e-commerce sites can use integrated marketing communication methods in their marketing landscape and how social media works in with that perspective. Previous research was taken into account; data collection was conducted by sending out an online questionnaire to 530 Icelandic companies and expert interviews were taken with four marketing specialists.
  The main results of the study showed that integrated marketing communications is a tool that is useful within the marketing landscape of companies. Businesses need to have a clear strategy, use it and let it seep through all parts of the business, whether it is social media, the store itself or traditional media. It is essential that the social media strategy goes hand in hand with the company's overall marketing strategy.
  Companies can use social media to make value-added content, as the goal of using social media should not only be for sales purposes. Value-added content on social media should take into account the marketing strategy of the company, educate the consumer about the product or service and open up communications with customers. It helps build long-term business relationships and makes consumers „followers“ while online shopping increases brand value.

Samþykkt: 
 • 24.2.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37679


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThorgerdurSolIvarsdottir_Lokaverk_BS.pdf3.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna