is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37685

Titill: 
  • Þarf að bæta lagaumhverfi sem snertir nýjar framkvæmdir í flutnings- og dreifikerfi raforku til samræmis við viðmið og málsmeðferð annarra leyfisveitinga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Góðir innviðir eru undirstaða nútíma samfélags. Aðgangur að rafmagni hefur fengið aukið vægi með ári hverju ef horft er til lífsgæða, tækifæra og öryggis með tilliti til nútíma lifnaðarhátta. Þetta fengum við Íslendingar að reyna á eigin skinni er fárviðri gekk yfir landið í desember 2019 sem olli miklum truflunum á flutnings- og dreifikerfi raforku. Í kjölfarið fór af stað mikil umræða á opinberum vettvangi um afhendingaröryggi á rafmagni þar sem meðal annarra forstjóri Landsnets taldi fyrirtækið vera í vandræðum við að uppfylla lagalega skyldu fyrirtækisins, það er uppbygging flutningskerfis á hagkvæman hátt þegar horft er til öryggis, skilvikni, áreiðanleika á afhendingar, gæði raforku og stefnu stjórnvalda, sbr. raforkulögin. Ástæðuna taldi hann meðal annars vera að ekki væri hægt að komast nógu hratt í framkvæmdir þar sem leiða þurfi saman fjölmörg sjónarmið til að sem mest sátt ríki um framkvæmdir við uppbyggingu raforkuinnviða í landinu. Ráðherra taldi að kerfið væri einfaldlega of flókið í framkvæmd og ekki skilvirkt þar sem illa hefði gengið að afla tilskilinna leyfa fyrir framkvæmdum. Þá voru ráðherra og forsvarsmenn Landsvirkjunar gagnrýndir á sama vettvangi fyrir að varpa ábyrgð ríkisins og stofnana þess á rafmagnsleysinu yfir á landeigendur og umhverfisverndarsinna.
    Þar af leiðandi þótti höfundi áhugavert að greina það lagaumhverfi sem umleikur leyfisveitingar við uppbyggingu flutnings- og dreifikerfi rafmagns. Höfundur leitast við að leggja mat á hvort hægt sé að lágmarka hindranir og tafir í því skyni að tryggja gagnsæi og jafnræði afhendingaröryggis um land allt um leið og aðkoma almennings er tryggð í samræmi við ákvæði Árósasamkomulagsins.

Samþykkt: 
  • 24.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HafdisJohannsdottir_Bs_Lokaverk.pdf512.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna