Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37686
Þegar einstaklingur gerist sekur um refsiverða háttsemi fyrir afbrot koma til álita margvísleg sjónarmið við ákvörðun refsingar. Meðal þess sem kemur til álita eru lögmæltar refsiákvörðunarástæður, ólögmæltar refsiákvörðunarástæður og refsihækkunar- og refsilækkunarheimildir.
Meginviðfangsefni ritgerðarinnar felst í að skoða til hvaða sjónarmiða dómstólar líta til við ákvörðun refsingar og hvaða áhrif lögmæltar refsiákvörðunarástæður hafa í málum er varða 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Fjallað verður um mikilvæga breytingu á hegningarlögunum sem varðaði líkamsmeiðingarákvæði laganna og hvar mörkin liggja milli líkamsmeiðingarákvæða laganna. Þá verður litið til þeirra áhrifa sem ásetingur og gáleysi hafa í líkamsárásarmálum og að lokum verður fjallað um lögmæltar refsiákvörðunarástæður, skv. 1. mgr. 70. gr. almennra hegingarlaga nr. 19/1940.
Litið verður til dóma Hæstaréttar og Landsréttar ásamt héraðsdóma í þeim tilgangi að skýra hugtök, skilgreiningar og ákvarðanir dómstóla með góðum hætti.
When an individual is guilty of criminal conduct for a crime, a variety of considerations come into play when deciding on punishment for the individual, such as statutory and non-statutory grounds for sentencing and the power to increase and decreace penalties.
The main subject of this dissertation is to examine what points of view the courts take into account when deciding on a sentence and what effects the statutory reasons for sentencing have in cases concerning the scond paragraph og article 218 of the Icelandic General Penal Code no. 19/1940.
An important amendment to the penal code concerning the bodily injury provisions of the act and where the boundaries lie between the various bodily injury provisions of the act will be discussed. The effects of intent and negligence concerning physical assult cases will also be considered, and finally the legal reasons for sentencing will be discussed, cf. paragraph 1. article 70. of the Icelandic General Penal Code no. 19/1940.
Judgments of the Supreme Court and the National Court as well as district courts will be considered in order to clarify the concepts, definitions and decisions of the courts to explain the material as best as possible.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HaukurDadiGudmarsson_BS_lokaverk.pdf | 542.49 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |