is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37688

Titill: 
  • Hvaða heimildir hefur lögreglan til að nota færanlegar hraðamyndavélar í ómerktum bifreiðum
  • Titill er á ensku What warrants does the police have when speed measuring in undercover cars?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ísland er réttarríki og samkvæmt hugtakinu réttarríki er allt ríkisvald bundið af lögum og öll afskipti af réttindum borgaranna verða að hvíla á skýrum lagaheimildum. Öll fyrirmæli, heimildir og sérstök lög verða að vera byggð á almennum lögum sem ekki er heimilt að fara út fyrir. Allar stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru verða að vera í samræmi við lög og eiga sér viðhlítandi stoð í þeim.
    Lögreglan má ekki aðhafast neitt gagnvart borgaranum nema hafa til þess lagaheimildir með stoð í lögum. Lögreglan hefur lögbundið hlutverk meðal annars að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu. Til þess að ná markmiðum sínum beitir lögreglan ýmsum aðferðum, til að mynda beitir hún hraðamyndavélum til þess að stjórna umferðarhraða. Í þessu lokaverkefni reynir höfundur að sýna fram á að heimildir lögreglu til að beita hraðamyndavélum í ómerktum bifreiðum séu óljósar, byggja á túlkunum lögreglu og falli ekki beint undir réttarríkishugmyndina og meðalhófsreglu. Farið er yfir lög og reglur sem lögreglan vinnur eftir og unnið úr svörum sem komu frá ríkislögreglustjóra sem og lögregluembættinu á Vesturlandi

Samþykkt: 
  • 24.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37688


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristoferAriTM_BS_lokaverk.pdf985.79 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna