is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37689

Titill: 
  • Hlutdeild : mörkin á milli hlutdeildar og samverknaðar
  • Titill er á ensku Accessory to crime : to differentiate between accessory to crime and an accomplice to crime
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað fyrst og fremst um hlutdeild, sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Tilgangur ritgerðarinnar er að gera grein fyrir mikilvægi þess að greina mörkin á milli hlutdeildar og samverknað þar sem annað hugtakið er til refsilækkunar en hitt til refsiþyngingar. Fjallað er um háttsemi sem telst til hlutdeildar ásamt því að greina frá inntaki hugtaksins. Hlutdeildarverknaður er þegar tveir eða fleiri fremja refsiverðan verknað í sameiningu, þá er t.d. um að ræða aðalmann í broti og annan sem hlutdeildarmann sem nær oftast leiðir til refsilækkunar. Í samverknaði sbr. 2. mgr. 70. gr. hgl. á sama við, tveir eða fleiri fremja verknað í sameiningu en í því tilfelli leiðir það til refsiþyngingar. Það er því ljóst að mikilvægt er að skýra þessi hugtök og greina hvaða háttsemi fellur undir hvort hugtakið. Í ritgerðinni er fjallað um hugtakið í sitthvoru lagi og þar eftir gerður samanburður, einnig er fjallað um tvo brotaflokka sem höfundur valdi til þess að skýra mörkin þar á milli. Höfundur valdi því dóm þar sem hlutdeild í manndrápsmálum kom fram annars vegar og samverknað í manndrápsmálum hins vegar, einnig valdi höfundur að fjalla um dóm þar sem hlutdeild í stórfelldri líkamsáras kom til sögu, ásamt dóm þar sem samverknaður átti sér stað í stórfelldri líkamsáras. Í báðum málunum sem fjallað var um í stórfelldri líkamsáras var um að ræða verkskipta aðild og má telja í þeim málum sem fremur óskýrt hvort hugtakið eigi við. Sama á við um manndrápsmál, en þar má telja að allir aðilar sem eiga hlut í verknaðinum skuli bera ábyrgð sem samverknamenn, nema það sé sanna hver aðilanna hafi í raun og verið orðið brotaþola til bana. Afbrot sem falla undir framangreinda brotaflokka eru meðal þeirra afbrota á Íslandi sem hafa sem þyngstu refsinguna, höfundur taldi því mikilvægt að mörkin á milli hlutdeildar og samverknaðar séu skýr í þeim brotaflokkum og því áhugavert að fjalla um þá flokka. Til þess að leggja stuðning á umfjöllunarefni ritgerðarinnar er mikið um dómaframkvæmd í ritgerðinni, var það gert til að leggja enn meiri áherslu á hvernig háttsemi hlutdeildar og samverknaðar birtist í ýmsum dómsmálum, en einnig eru dómarnir til að sjá hvernig dómstólar á Íslandi hafa verið að skýra mörkin á milli hlutdeildar og samverknaðar, en ekki eru til margar heimildir á Íslandi um eftirfarandi umfjöllunarefni.

Samþykkt: 
  • 24.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37689


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RakelMariaKarlsdottir_BS_lokaverk.pdf422.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna