is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37690

Titill: 
  • Réttindi einstaklinga í óvígðri sambúð við fráfall maka eða sambúðarslit
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það hefur færst í aukana að fólk hér á landi velji frekar að vera í óvígðri sambúð heldur en hjúskap, ástæða þess er ef til vill sú að ungt fólk vill reyna á hvernig er að búa saman áður en það giftir sig, en þetta sambúðarform er einmitt algengast á meðal ungs fólks í dag, og má segja að óvígð sambúð hafi í raun og veru komið í stað hinnar hefðbundnu trúlofunar sem tíðkaðist hér áður fyrr. Svona sambúð veldur sjaldnast lagalegum erfiðleikum en algengast er að fólk slíti annaðhvort sambúð fljótlega eða gangi á endanum í hjónaband.
    Þó svo sambúðarformið óvígð sambúð sé alltaf að færast í aukana þá virðist fólk ekki gera sér grein fyrir því að enn er mikill munur á réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð samanborið við einstaklinga í hjúskap.
    Megináhersla þessarar ritgerðar er annars vegar réttindi einstaklinga í óvígðri sambúð við fráfall maka og hinsvegar réttindi einstaklinga í óvígðri sambúð við sambúðarslit. Ritgerðinni er skipt í fjóra meginkafla. Að inngangi loknum er gert grein fyrir hugtökunum óvígð sambúð og hjúskapur og leitast er við að skoða réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð samanborið við hjúskap. Annar kafli fjallar um erfðarétt eftirlifandi maka í óvígðri sambúð, þ.e. almennt um erfðarétt, hverjir teljast lögerfingjar hins látna og ráðstöfun eigna með erfðaskrá. Í þessum kafla er aðallega stuðst við erfðalögin nr. 8/1962, en um lögarf er fjallað í I. kafla erfðalaga, þar sem finna má tæmandi lista yfir þau tengsl sem aðili þarf að hafa við arfleifanda til að teljast sem lögerfingi hans. Í þriðja kafla verða Hæstaréttar- og Landsréttardómar síðustu áratuga í málum er varða skiptingu eigna við sambúðarslit í óvígðri sambúð skoðaðir og gert grein fyrir þróun dómafordæma slíkra mála síðustu ár. Í fjórða og síðasta kaflanum að lokaorðum undanskildum mun höfundur leitast við að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa í samfélaginu síðustu ár en erfðalögin hafa ekki verið endurskoðuð í heild sinni síðan árið 1962 og því má leiða líkum að því að kominn sé tími á að endurskoða þau, t.d. með tilliti til þess að gæta að réttindum fólks í óvígðri sambúð.

Samþykkt: 
  • 24.2.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37690


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SolveigAstaBergvinsdottir_BS_Lokaverk.pdf702,66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna