is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37693

Titill: 
 • Ungt fólk og vinnumarkaðurinn : þekkja framhaldsskólanemar réttindi sín á vinnumarkaði og þjónustu stéttarfélaga?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Margir Íslendingar hefja sín fyrstu skref á vinnumarkaði þegar komið er í framhaldsskóla, jafnvel fyrr. Mjög algent er það hjá yngri kynslóðum að ekki sé til staðar þekking á eigin réttindum hvað varðar kjarasamningsbundin réttindi á vinnumarkaði. Langalgengast er að einstaklingar fái aðstoð frá foreldri eða forráðamanni til þess að leiðbeina sér og fræða sig um slík málefni. Oftar en ekki er það gert eftir að reyna þarf á þessi kjarasamningsbundnu réttindi.
  Ekki margir einstaklingar öðlast þá þekkingu sem telst nokkuð nauðsynleg þegar kemur að launum og/eða lífeyri, séreignarsjóði, og það sem viðkemur launaseðli og skilningi á honum. Ekki er sérstaklega gert ráð fyrir kennslu eða námskeiði í þessu viðfangsefni í grunnskólum eða framhaldsskólum og því treystir ungt fólk yfirleitt einnig líka á foreldri eða forráðamenn sína til þess að leiðbeina sér til þess að öðlast betri skilning við lestur launaseðils.
  Einstaklingar sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði geta því orðið fyrir ákveðnum brotum á réttindum sínum án þess að átta sig á því í tæka tíð. Til þess að halda gagnsæi á vinnumarkaði getur það því verið mikilvægt að veita þessum hóp kennslu á meðan setið er ennþá á skólabekk.
  Í ritgerð þessari er meðal annars fjallað um almenn réttindi á vinnumarkaði, almennan- og opinberan vinnumarkað, skoðuð er tilskipun Evrópuréttar á hlutastörfum, lífeyrisréttindi, lög um stéttarfélög og að lokum niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var á meðal framhaldsskólanema til þess að komast að niðurstöðu rannsóknarspurningarinnar sem sett var fram í byrjun.

Samþykkt: 
 • 25.2.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaKAgnarsdóttir_BS_Lokaverk.pdf3.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
AKA_skemman_yfirlysing_2015-2.3.pdf46.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF