is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37696

Titill: 
  • Áskoranir og möguleikar í ræktun nýrra nytjaplantna á Íslandi og Norðurslóðum
  • Titill er á ensku Challenges and possibilities in crop breeding in Iceland and the Arctic
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við fæðuframleiðslu í dag stólum við aðeins á lítinn hluta þeirra plantna sem hægt væri að nýta sem fæðu fyrir fólk og eru þær nytjaplöntur ræktaðar í fáum löndum. Þær hnattrænu breytingar sem eiga sér nú stað munu hafa áhrif á fæðuframleiðslu þessara landa og allar líkur eru á að lönd á Norðurslóðum verði mikilvægari í framtíðinni með tilliti til fæðuframleiðslu. Að sama skapi verður tegunda- og erfðafjölbreytileiki nytjaplantna mikilvægari til að auka fæðuöryggi. Erfðafjölbreytileiki nytjaplantna minnkar hins vegar eftir því sem norðar dregur og mikilvægt að kanna möguleika til þess að breyta því.
    Með því að skoða ræktunarskilyrði á Íslandi og helstu nytjaplöntur sem þar eru ræktaðar má finna í fyrsta lagi hvaða áskoranir það eru helst sem þarf að yfirstíga til þess að hægt sé að rækta nytjaplöntur til fulls þroska á Íslandi. Í öðru lagi má greina uppruna helstu nytjaplantnanna hérlendis og aðlögun þeirra og þannig finna uppskriftina að velgengni.
    Á Íslandi er það helst takmörkuð hitasumma og aukin daglengd sem er til trafala við ræktun plantna. Bygg, nepja og kartöflur eru ólíkar plöntur sem hafa verið mislengi í ræktun á Íslandi en eiga það sameiginlegt að tekist hefur með ágætum að rækta og uppskera hérlendis. Uppruni bygg- og nepjuyrkja sem notuð eru hérlendis ásamt uppruna byggyrkja sem prófuð hafa verið er aðallega norrænn en uppruni kartöflunnar óljós en þó sennilega norrænn og/eða mið-evrópskur. Við aðlögun byggyrkja að íslenskum aðstæðum hefur verið notast við kynblöndun yrkja, m.a. á norrænum og skoskum yrkjum til að draga fram heppilega eiginleika beggja. Þessa aðferð mætti nota við nýjar nytjaplöntur á Íslandi eins og t.d. inkakorn þar sem hægt væri að taka norræn yrki og blanda við yrki frá Andesfjöllunum og fá þannig yrki með þol fyrir daglengdinni og lágri hitasummunni.

Samþykkt: 
  • 11.3.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerd_Swanhild_19.11.2020-1.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna