is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37698

Titill: 
  • Endurheimt ávinnings af refsiverðri háttsemi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðar þessarar er að skoða endurheimt ávinnings af refsiverðri háttsemi með því að skoða heimildir til upptöku ávinnings sbr. 69 gr. og 69. gr. a – g. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, eins og kaflanum var breytt með lögum nr. 149/2009 en með þeirri breytingu var lögfest rýmri heimild til upptöku eigna skv. 69. gr. og 69. gr. a – g. almennra hegningarlaga. Markmið með breytingarlögunum var að gera ákvæðin með þeim hætti að um upptöku gildi skýrar og ótvíræðar reglur svo hægt sé að ná til einstaklinga sem lifa á eða hafa stóran hluta tekna sinna af skipulagðri brotastarfsemi.
    Megintilgangur ritgerðarinnar er að leiða í ljós hvað felst í inntaki ákvæðis VII. kafla A, almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um upptöku ávinnings af refsiverðri háttsemi. Litið verður til hvers ákvæðis 69. gr. og 69. gr. a – g. alm. hgl. fyrir sig til að varpa ljósi á inntak þeirra með ítarlegri skoðun og þá hvernig ætla megi að framkvæmd upptöku ávinnings af refsiverðri háttsemi sé háttað. Fjallað verður um hvað felst í ákvæðunum um upptöku ávinnings af brotum ásamt því að þróun ákvæðisins um upptöku eigna frá upphafi til dagsins í dag verður skoðuð. Því næst verður gerð grein fyrir hvað felst í hverju ákvæði fyrir sig um upptöku, hver var tilgangur með hverjum lið ákvæðisins og meðfram þeirri skoðun verður horft til þess hvernig dómstólar hafa beitt ákvæðinu. Loks verða helstu niðurstöður dregnar saman

Samþykkt: 
  • 19.3.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37698


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð lokaskil.pdf1.41 MBLokaður til...20.02.2026HeildartextiPDF
Staðfesting lokunar.jpeg121.92 kBOpinnYfirlýsingJPGSkoða/Opna