is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37700

Titill: 
  • Áhrif stýrivaxtabreytinga á vexti húsnæðislána
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um stýrivexti Seðlabanka Íslands og áhrif þeirra á vexti húsnæðislána. Gögn frá Íslandbanka eru notuð við gerð ritgerðarinnar. Skoðuð er þróun stýrivaxta og vaxta á húsnæðislánum Íslandsbanka frá árinu 2009 til ársins 2020, mismuninn á þeim, fylgni og fjölda vaxtabreytinga. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið mikið í umræðunni síðustu mánuði enda hafa þeir lækkað umtalsvert og eru nú í sögulegu lágmarki, 0,75%. Stýrivextir eru helsta stjórntæki Seðlabankans til að framfylgja peningastefnu sinni og stuðla að stöðugu verðlagi. Með beitingu stýrivaxta getur Seðlabankinn haft margvísleg áhrif, meðal annars á markaðsvexti, eignaverð, gengi krónunnar, peningamagn og útlán, væntingar og trúverðugleika. Þessir þættir hafa síðan að lokum áhrif á verðbólgu í gegnum neyslu- og fjárfestingarákvarðanir einstaklinga og fyrirtækja.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru að vextir á húsnæðislánum breytast yfirleitt í takt við stýrivaxtabreytingar Seðlabankans. Miklar breytingar hafa verið á vöxtum á tímabilinu 2009 til 2020. Vextir hafa lækkað mikið, sérstaklega frá árinu 2019 og eru vísbendingar um að vaxtaumhverfið á Íslandi sé að breytast. Fylgnin á milli stýrivaxta og vaxta á húsnæðislánum Íslandsbanka á þessu tímabili var á bilinu 0,73-0,97. Fylgnin var sterkari á milli stýrivaxta og breytilegra vaxta en stýrivaxta og fastra vaxta og mest var hún við breytilega vexti á óverðtryggðum lánum. Mismunurinn á vöxtum óverðtryggðra húsnæðislána og stýrivaxta var að meðaltali 1,45% á breytilegum vöxtum, 2,35% á föstum vöxtum til þriggja ára og 2,33% á föstum vöxtum til fimm ára. Mismunurinn hefur verið að aukast síðustu mánuði, eða frá því að Seðlabankinn hóf að lækka stýrivexti verulega 2019 og í árslok 2020 var mismunurinn kominn í 2,65% á breytilegum vöxtum, 3,35% á föstum vöxtum til þriggja ára og 3,65% á föstum vöxtum til fimm ára. Erfiðara er að sjá áhrif stýrivaxta á vexti verðtryggðra lána þar sem verðbólgan hefur áhrif á verðtryggð lán en vextir þeirra hafa þó einnig farið lækkandi.

Samþykkt: 
  • 30.3.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37700


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS- Lovísa Björk.pdf785.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
165138801_925775608186078_4098797993035227106_n.jpg272.47 kBLokaðurYfirlýsingJPG