is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37703

Titill: 
 • Fæðingarstellingar kvenna á Íslandi árin 2012-2018: Lýðgrunduð ferilrannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Fæðingarstelling getur haft áhrif á framgang fæðingar og fæðingarreynslu kvenna. Þættir sem hafa áhrif á fæðingarstellingu eru margir s.s. menning fæðingarstaðar, aldur konu og viðhorf ljósmóður í fæðingu. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna í hvaða stellingum konur á Íslandi nýta sér sem fæða einbura í höfuðstöðu jafnframt því að kanna tengsl milli bakgrunnsbreyta kvennanna við fæðingarstellingar. Markmiðið er að hafa áhrif á umræðu um hvaða fæðingarstellingu konur kjósa sér í fæðingu eða sem þeim eru ráðlagðar.
  Aðferð: Rannsóknin er lýðgrunduð ferilsrannsókn, byggð á gögnum Fæðingaskráar. Úrtakið voru fæðingar kvenna sem fæddu einbura í höfuðstöðu um fæðingarveg án áhalda á árunum 2012-2018, alls 16.064 fæðingar þar sem fæðingarstellingar voru skráðar. Fæðingarstellingar voru skilgreindar láréttar og uppréttar. Til láréttra stellinga töldust á hlið, hálfsitjandi, hálfsitjandi með fætur í fótstigum, í stoðum og liggjandi á baki. Til uppréttra stellinga töldust fæðingastóll, á hnjám í uppréttri stöðu, á fjórum fótum og standandi staða. Við greiningu gagna var reiknað hlutfall og tíðni fæðingarstellinga, gerðar krosstöflur og kí-kvaðrat próf með bakgrunnsbreytum kvennanna.
  Niðurstöður: Á tímabilinu fæddu 91,0% kvenna í láréttri fæðingarstellingu. Algengasta lárétta stellingin var hálfsitjandi staða, um 58,7% kvenna notuðust við hana, næstalgengust var liggjandi á baki, 12,9% kvenna fæddu í þeirri stellingu. Það voru 8,0% kvenna sem fæddu í uppréttri stellingu, af þeim hóp voru 5,8% á fjórum fótum og 1,0% standandi. Aðrar stellingar voru sjaldgæfari. Fjölbyrjur og konur eldri en 39 ára fæddu frekar í uppréttri fæðingarstellingu en aðrar konur. Munur var á fæðingarstellingu kvenna eftir upprunalandi þeirra, 96,6% kvenna með ríkisfang úr flokki lægsta HDI hóps (<0,849) fæddi í láréttum fæðingarstellingum en 91,7% kvenna með íslenskt ríkisfang. Konur sem notuðu utanbastsdeyfingu voru í 2,9% tilfella í uppréttri stellingu en 11,3% kvenna án deyfingar.
  Ályktanir: Konur hér á landi virðast helst nýta sér láréttar stellingar í fæðingum. Tengsl eru milli ákveðinna bakgrunnsbreyta og láréttra fæðingarstellinga. Þörf er á frekari rannsóknum á því hvað stýrir ákvörðun um stellingu í fæðingu.
  Lykilorð: Fæðingarstelling, barnshafandi konur, fæðingarupplifun, upplýst val, ljósmóðurfræði

 • Background: Birth positions can affect the progress of childbirth and women ́s birth experience. There are many factors that affect birth positions, e.g. birth culture, a woman's age and the midwife's attitudes during birth. The purpose of this study is to explore in which positions women in Iceland use when giving birth to a single child in a vertex position, as well as the relationship between the womens background variables and birth positions. The aim is to influence the discussion about which birth position women choose in childbirth and which are recommended to them.
  Methods: The study is a population-based cohort study, based on data from the Birth Registry in Iceland. The sample was women who gave birth to a single child in vertex position vaginally, without the use of instrumentals, in the years 2012-2018. The sample covered a total of 16,064 births, where birth positions were registered. Birth positions were defined supine and upright (non-supine). Supine position included lying on the side, semi-recumbent, semi-recumbent with feet in the steps, lithostomy and lying on the back. Upright postures included a birthing chair, on knees in an upright position, on all fours and a standing position. The proportion and frequency of birth positions, cross-tabulations and chi-square tests, using the background variables of the women, were used to calculate and analyze the data.
  Results: During the period, 91.0% of women gave birth in a supine birth position. The most common supine position was a semi-recumbent position, used by 58.7% of women. The next most common was lying on their back, 12.9% of women gave birth in that position. 8.0% of women gave birth in an upright position, of which 5.8% were on all fours and 1.0% were standing. Other positions were less common. Multigravidas and women over the age of 39 gave birth more often in an upright position than other women. There was a difference in the birth position of women according to their country of origin. 96.6% of women with citizenship from the lowest HDI group (<0.849) gave birth in horizontal birth positions compared to 91.7% of women with Icelandic citizenship. Women who used epidural anesthesia were in an upright position in 2.9% of cases compared to 11.3% of women without anesthesia.
  Conclusion: Women in Iceland seem to use mostly supine positions in childbirth. There is a relationship between certain background variables and supine birth positions. Further research is needed on what affects the decision on position during the process of giving birth.
  Keywords: Birth position, pregnant women, birth experience, informed choice, midwifery

Samþykkt: 
 • 7.4.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37703


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FædingastellingarElfa.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LOKAVERKEFNI.pdf584.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF