is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37704

Titill: 
 • Fræðsluþarfir frumbyrja um ólíkar leiðir til verkjastillingar í fæðingu – þróun og forprófun spurningalista
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Á Íslandi er há tíðni notkunar verkjameðferða með lyfjum í fæðingu samanborið við ýmis önnur lönd í kring um okkur. Til að konur geti tekið upplýsta ákvörðun um notkun verkjameðferða í fæðingu er mikilvægt að þær fái góða og haldbæra fræðslu um verkun og aukaverkanir þeirra.
  Tilgangur og markmið: Markmið þessa verkefnis var að þróa og forprófa spurningalista til að meta fræðsluþarfir frumbyrja um verkjameðferðir í fæðingu auk þess að kanna hvernig konur meta þá fræðslu og upplýsingar sem þær hafa áður fengið um efnið. Tilgangur verkefnisins var að skapa grundvöll fyrir þróun fræðsluefnis sem mætir betur þörfum kvenna.
  Aðferð: Rannsóknin er forrannsókn með þversniði. Þróaður var rafrænn spurningalisti sem innihélt 29 spurningar og sýndarréttmæti hans metið. Spurningalistinn var hannaður af rannsakendum og var stuðst við erlenda spurningalista við gerð hans. Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki en þýði rannsóknarinnar eru íslenskumælandi frumbyrjur sem náð hafa 18 ára aldri. Þátttakendur voru beðnir um að meta skilning, orðalag, fyrirmæli, einfaldleika og svarmöguleika spurningalistans.
  Niðurstöður: Af þeim 22 konum sem fengu sendan hlekk á spurningakönnun voru samtals ellefu konur sem tóku þátt í þessari forprófun og svarhlutfall því 50%. Endurgjöf þátttakenda með mati á spurningalistanum sýndi að minnihluti þátttakenda hafði athugasemdir varðandi atriði spurningalistans. Þó komu í ljós ýmsir vankantar á orðalagi, svarmöguleikum og uppröðun spurningalistans. Þátttakendur voru að meðaltali 11,2 mínútur að svara spurningalistanum.
  Ályktun: Niðurstöður forprófunarinnar gefa til kynna að spurningalistinn sé skiljanlegur fyrir þýði rannsóknarinnar til að meta fræðsluþarfir kvenna um verkjameðferðir í fæðingu. Hinsvegar leiddi forprófun hans í ljós að hægt er að auka gæði hans með því að gera smávægilegar breytingar á orðalagi og flæði.
  Lykilorð: Verkjameðferð í fæðingu, barnshafandi konur, fræðsluþarfir, fræðsluaðferðir, upplýst val, hjálpargögn til upplýstrar ákvarðanatöku

 • Útdráttur er á ensku

  Background: In Iceland, the use of medicated pain relief during birth is more frequent, compared to some other comparable countries. For women to make an informed decision on the use of pain relief during birth it is important that they get adequate childbirth education on the efficacy and side effects of all pain relief options.
  Aims: The aim of this study was to develop and pilot a questionnaire that can assess the educational needs of first-time mothers about pain relief during birth and explore how those women evaluate the education and information they have already received about pain relief during childbirth. The purpose of the study was to create the basis for development of new childbirth education, better aimed at women’s needs.
  Methods: This research is a cross-sectional pilot study. An online questionnaire was developed with 29 questions and its face validity evaluated. Some of the questions were based on questions from other questionnaires used in researches on similar subjects. Participants were chosen by purposive sampling, but the population of this pilot study were 18 years old and over pregnant first-time mothers who speak Icelandic. Participants were asked to evaluate understanding, wording, instructions, simplicity, and possible answers of the questionnaire.
  Results: Of the 22 women who received a web-based link to the questionnaire, a total of eleven women took part in this pretest. The response rate was 50%. Participants’ feedback with an assessment of the questionnaire showed that a minority of participants had comments regarding the items in the questionnaire. However, various shortcomings in the wording, possible answers, and the arrangement of the questionnaire were revealed. Participants took an average of 11.2 minutes to answer the questionnaire.
  Conclusion: The results of the pilot study indicate that the questionnaire is comprehensible to the population of the study to assess the educational needs of women about pain relief in childbirth. However, this pretest revealed that the questionnaires quality can be improved by making minor changes to the wording and flow of the questions.
  Key words: Pain relief in childbirth, pregnant women, educational needs, educational methods, informed choice, decision aid.

Samþykkt: 
 • 7.4.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37704


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fræðsluþarfir frumbyrja, þróun og forprófun.pdf722.68 kBLokaður til...19.06.2021HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf95.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF