is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37706

Titill: 
 • "Hlustum á konurnar, hlustum á hjarta þeirra, hvað er í raun rétt fyrir þær." Ákvarðanataka ljósmæðra um heimafæðingarþjónustu við konur með frábendingar: Eigindleg fyrirbærafræðileg rannsókn
 • Titill er á ensku “Listen to the women, listen to their hearts, what is ultimately right for them“ Midwives‘ decision making on homebirth with women in medium- and high-risk pregnancy: A phenomenological study
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Heimafæðingar voru í sögulegu lágmarki árið 1995, þá 0,2% af heildarfjölda fæðinga á Íslandi. Þeim fór svo fjölgandi eftir aldamótin og á árunum 2009-2019 voru þær 1,7-2,2%. Í leiðbeiningum Landlæknisembættisins, frá árinu 2007, um val á fæðingarstað eru tilteknar ýmsar frábendingar frá heimafæðingum. Í 8% tilvika skipulagðra heimafæðinga á Íslandi eru einhverjar frábendingar til staðar. Eftirfarandi rannsóknarspurningi var lögð til grundvallar í þessari rannsókn: Hvað hefur áhrif á það hvort ljósmóðir tekur að sér að sinna konu sem óskar eftir heimafæðingarþjónustu þegar frábendingar eru til staðar?
  Aðferð: Í rannsókninni var notast við eigindlega rannsóknaraðferð. Tekin voru viðtöl við sex ljós-mæður um reynslu þeirra af ákvarðanatöku um heimafæðingar þegar frábendingar eru til staðar. Viðtölin voru greind með aðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði.
  Niðurstöður: Við greiningu á viðtölunum var sett fram heildargreiningarlíkan, byggt á gögnum úr viðtölum allra ljósmæðranna. Heildargreiningarlíkanið var sett fram sem mynd af skál þar sem yfirþemað var: „Hlustum á konurnar“. Yfirþemað hljómar í gegnum öll viðtölin en ljósmæðurnar líta svo á að konurnar hafi rétt til að velja og viti sjálfar hvað þær þurfa. Í botninum á skálinni eru tvö meginþemu sem mynda undirstöður í ákvarðanatöku ljósmæðranna; „Upplýst val konunnar“ og „Lög og sjálfræði ofar leiðbeiningum“. Í skálinni fljóta svo um sex önnur meginþemu sem eru: „Bakgrunnur konunnar“, „Meðferðarsambandið“, „Innsæi ljósmóður“, „Erfið ákvörðun“, „Viðhorf og álit annars heilbrigðisstarfs¬fólks“ og „Öryggi í fyrirrúmi“.
  Ályktanir: Ljósmæðurnar geta ekki hugsað sér að konur fæði heima án fagaðstoðar. Þær upplifa neikvæða gagnrýni sem einkennist af hroka og fordómum frá öðru heilbrigðisstarfsfólki fyrir að sinna konum með frábendingar í heimafæðingu. Æskilegt væri að reyna að opna á uppbyggilega og faglega umræðu þar sem allir geta tjáð sig og hlustað hver á annan.
  Lykilorð: Heimafæðing, frábendingar, ljósmóðir, ákvarðanataka, reynsla.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Homebirth rate in Iceland was at its lowest in 1995, then 0,2% of total births in Iceland. Since the turn of the century, it has increased and in 2009-2019 the rate was 1,7%-2,2%. Clinical guidelines issued by the Directorate of Health in 2007, cite several contraindications for homebirth. Some contraindication occurs in 8% of planned homebirths in Iceland. The research question of this study is: What effects whether a midwife chooses to attend to a woman who requests a homebirth with contraindications?
  Method: This was a qualitative study. Six midwives shared their experience when deciding whether to attend homebirths with contraindications during in-depth interviews. The interviews were analysed using the Vancouver-school of phenomenology.
  Results: Comprehensive analysis was made of the phenomenon, based on the interviews with midwives. The structure is presented as a diagram of a bowl with the main theme: “Listen to the women”. This main theme emerges through all interviews as the midwives describe the importance of women’s right to choose and know what is best for themselves. On the bottom of the bowl two themes are seen as a base for the midwives’ decisions. They were: “Informed decision of the woman” and “Law and autonomy outweighs clinical guidelines”. The other six themes float around the bowl: “The woman’s background”, “Midwife-woman relationship”, “Midwife’s instinct”, “A difficult decision”, Attitudes and views of other healthcare personnel” and “Safety first”.
  Conclusion: The midwives can’t bear the thought of women choosing to birth unattended. They experience negative criticism characterised by pride and prejudice, from other healthcare workers, because they attend homebirths with contraindications. The results of this thesis indicate that constructive and professional discussion where all parties can speak and be listened to should be recommended.
  Keywords: Homebirth, contraindications, midwife/wives, decision making, experience.

Samþykkt: 
 • 7.4.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37706


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSverkefni-KH-skil.pdf884.66 kBLokaður til...30.06.2021HeildartextiPDF
yfirlýsing-skemma.jpeg819.91 kBLokaðurYfirlýsingJPG