en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's) University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3770

Title: 
  • Title is in Icelandic Ofbeldisfullir tölvuleikir og myndsköpun drengja : samanburður á teikningum drengja sem spila ofbeldisfulla tölvuleiki við teikningar drengja sem spila öðruvísi eða enga leiki
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga hvort sjá megi á teikningum drengja hvort þeir spila ofbeldisfulla tölvuleiki eða ekki. Hvort myndir þeirra séu öðruvísi en drengja sem ekki spila slíka töluleiki. Rannsóknin beindist að drengjum í 4.bekk og voru þátttakendur þrettán talsins. Við tókum viðtöl við drengina og skoðuðum teikningar eftir þá og mátum þær með tilliti til ýmissa kenninga. Drengirnir þurftu einnig að merkja við myndir af 24 tölvuleikjum sem eru vinsælir hjá þessum aldurshópi með því að setja við þá broskarla en það gaf okkur vísbendingu um tölvuleikjaáhuga þeirra. Við unnum úr niðurstöðum með því að skoða svör drengjanna og bárum þau saman við teikningar þeirra. Niðurstöðurnar voru ekki afgerandi en þó mátti sjá á teikningum hjá sumum drengjanna sem spiluðu ofbeldisfulla leiki að þeir reyndu á einn eða annan átt að endurskapa tölvuheiminn í teikningum sínum. Einnig mátti draga þá ályktun af gögnum að ofangreindir drengir væru ekki komnir jafn langt í myndþroska og þeir drengir sem spiluðu minna af ofbeldisfullum tölvuleikjum.

Accepted: 
  • Sep 29, 2009
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/3770


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
tolvurteikningarihguja_fixed.pdf4.25 MBOpenHeildartextiPDFView/Open