is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37712

Titill: 
  • Úrræði vegna afbrota sakhæfra barna: Eru réttindi barna nægilega tryggð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru skoðuð öll þau helstu úrræði sem hægt er að grípa til hérlendis vegna afbrota sakhæfra barna. Úrræðin eru skoðuð sérstaklega út frá réttindum barna og reynt að svara þeirri spurningu, hvort þau úrræði sem eru til staðar tryggi réttindi barna nægilega vel. Vikið er stuttlega að málsmeðferð þegar sakhæf börn eiga í hlut, í framhaldi af því er er farið yfir öll þau helstu úrræði sem eru í boði og samfélagsþjónusta og sáttamiðlun fá þar sérstaka athygli. Af skoðun þessara tiltæku úrræða var niðurstaðan sú að réttindi barna virðast vera tryggð. Samfélagsþjónusta og sáttamiðlun virðast falla afar vel að réttindum og þörfum barna og ætti því að gera þeim enn hærra undir höfði, þar að auki er mikilvægt að ríkið sé ávallt opið fyrir nýjum úrræðum vegna afbrota barna.

Samþykkt: 
  • 13.4.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37712


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Urraedi vegna afbrota sakhaefra barna.pdf446.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing medferd lokaverkefnis.jpg302.31 kBLokaðurYfirlýsingJPG