Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/37734
Með lögum nr. 23/2016 um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, tók í gildi sérstakt refsiákvæði 218. gr. b. alm. hgl., sem fjallar um heimilisofbeldi. Ákvæðinu er ætlað að veita þolendum heimilisofbeldis beinskeyttari réttarvernd ásamt því að hafa varnaðar- og fyrirbyggjandi áhrif. Ritgerð þessi fjallar um skilyrði og verknaðaraðferðir ákvæðisins og er því til hliðsjónar skoðað dómaframkvæmd í heimilisofbeldismálum fyrir og eftir gildistöku ákvæðisins. Markmið ritgerðarinnar er að skoða á hvaða skilyrði reynir oftast í framkvæmd, hvaða verknaðaraðferðir koma til greina samkvæmt ákvæðinu og í því samhengi skoða hvort ákært er fyrir ný atriði sem var ekki tækt fyrir gildistöku ákvæðisins. Einnig er skoðað hvernig ákvæðinu er beitt í framkvæmd samhliða öðrum refsiákvæðum. Í ritgerðinni er að finna almenna umfjöllun um heimilisofbeldi og birtingarmyndir þess. Jafnframt er fjallað er um þróun löggjafar í heimilisofbeldismálum fram að gildistöku 218. gr. b. alm. hgl. Enn fremur er skoðað sérstaklega löggjöf og dómaframkvæmd Noregs í heimilisofbeldismálum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
LOKAVERKEFNI.pdf | 263,49 kB | Locked | Declaration of Access | ||
BA lokaritgerð - Skil HRS.pdf | 315,93 kB | Locked Until...2041/03/01 | Complete Text |