en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3775

Title: 
  • is Áhættutaka í jaðaríþróttum
Abstract: 
  • is

    Í þessari ritgerð verður fjallað um áhættutöku í íþróttum, fyrst og fremst jaðaríþróttum, og vátryggingar í tengslum við þær. Því er oft haldið fram að jaðaríþróttir séu hættulegar. Það má hins vegar færa fyrir því rök að það séu þær ekki, að minnsta kosti að þeir sem stunda jaðaríþróttir upplifi þær ekki sem hættulegar, til dæmis eru margir iðkendur búnir að undirbúa sig vel, eru í góðri líkamlegri þjálfun og fara eftir öryggisreglum. Ekki er búið að skrifa mikið um áhættutöku á þessu sviði, sem ætti að gera þessa ritgerð að áhugaverðri lesningu.
    Fyrst verður fjallað almennt um áhættutöku, nánar tiltekið um hugtakið áhættutöku, gömul ákvæði í Grágás og Jónsbók um áhættutöku og hvaða réttaráhrif það hefur sé áhættutaka fyrir hendi. Í þriðja kafla er svo kjarni ritgerðarinnar, áhættutaka í jaðaríþróttum. Í þeim kafla verður reynt að svara því hvort áhættutaka gildi í slysum sem verða á iðkanda og/eða áhorfanda. Í fjórða kafla verður svo fjallað um vátryggingabætur en flest tryggingafélögin undanþiggja jaðaríþróttir í skilmálum sínum en bjóða svo upp á sértryggingar fyrir ýmsar tegundir jaðaríþrótta, s.s. motocross. Þar verða fyrst teknar fyrir skaðabótareglur umferðarlaga nr. 50/1987 og vátryggingar í tengslum við þær, og næst almennar slysatryggingar og aðrar tryggingar varðandi jaðaríþróttir. Loks verða svo helstu niðurstöður ritgerðarinnar teknar saman í lokaorð.

Accepted: 
  • Sep 30, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3775


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Erla_Arnardottir_fixed.pdf320.38 kBOpenHeildartextiPDFView/Open