is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37752

Titill: 
  • Valdbeiting eða nauðsynleg meðferð? Upplifun sjúklinga á geðdeild af þvingunaraðgerðum
  • Titill er á ensku Use of force or necessary treatment? Psychiatric patients experience of coercive methods
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur og markmið: Fá aukinn skilning á því hvernig sjúklingar á geðdeild upplifa þvingunaraðgerðir. Í gegnum reynslu sína geta sjúklingar veitt okkur dýrmæta innsýn varðandi gæði meðferðar sem erfitt væri að koma auga á frá öðru sjónarhorni.
    Fræðilegur bakgrunnur: Beiting þvingunar í geðheilbrigðisþjónustunni hefur aukist um allan heim undanfarna áratugi. Þvingunaraðgerðir hafa neikvæð áhrif á sjúklinga og geta leitt til verri meðferðarútkomu. Ýmis siðferðileg álitamál tengjast slíkum aðgerðum og ekki er alltaf ljóst hvenær beiting þeirra er réttmæt og hvenær gengið er of langt. Þvingunaraðgerðir fela m.a. í sér að sjúklingar eru vistaðir á geðdeild gegn vija sínum, beittir innilokun, fjötrum og þvingaðri lyfjameðferð.
    Rannsóknarsnið: Framkvæmd var kerfisbundin fræðileg samantekt á eigindlegum rannsóknum. Stuðst var við aðferð Joanna Briggs Institute (JBI) um samsetta heildarmynd (e. meta-aggregation).
    Aðferð: Leitað var að rannsóknum frá 2015-2020 í gagnagrunnunum Pubmed, Web of Science, Scopus og Cinahl, á tímabilinu ágúst-september 2020. Frumgögn rannsóknanna voru flokkuð eftir innihaldi og sambærilegir flokkar teknir saman í myndun samsettrar niðurstöðu.
    Niðurstöður: 11 rannsóknir uppfylltu skilyrði samantektarinnar. Úr þessum rannsóknum fengust 5 samsettar niðurstöður. Samsettu niðurstöðurnar voru: Vanmáttur, aðskilnaðu á milli starfsfólks og sjúklinga, niðurlæging, sátt og bjargráð.
    Ályktun: Þvingunaraðgerðir hafa víðtæk áhrif á sjúklinga. Þó sumir sjúklingar hafi skilning á að þvingun hafi verið nauðsynleg, eru flestir sem eru mjög ósáttir og finnst hafa verið brotið á sér.
    Hagnýting fyrir hjúkrun: Gagnlegt er fyrir starfsfólk að vera meðvitað um hvað sjúklingar eru að upplifa þegar þeir eru beittir þvingun til að geta veitt þeim góða og nauðsynlega meðferð.
    Lykilorð: Sjúklingar á geðdeild, þvingunaraðgerðir, samsett heildarmynd, upplifun, viðhorf, kerfisbundin fræðileg samantekt.

  • Útdráttur er á ensku

    Aims and objectives: To gain a better understanding of how psyhiatric patients experience coercive treatment. Patients, through their unique experience, offer insights into quality of care that would be unseen from other perspectives.
    Background: The use of coercion in psychiatric settings has increased worldwide over the last decades. Such methods have a negative impact on patients and can lead to worse theraputic outcomes. Ethical issues are related to such methods and it is not always clear when they should be applied. Coercive methods include involuntary admission, seclusion, restraint and forced medication.
    Design: A systematic review of primary, qualitative literature was conducted. Joanna Briggs Institute (JBI) methodology of meta-aggregation was used.
    Methods: Studies from 2015-2020 were searched using Pubmed, Web of Science, Scopus and Cinahl databases in August and September 2020. The original data from the studies were categorized and synthesized.
    Results: 11 studies met the criteria for inclusion. From these studies 141 original datas were obtained and categorized in 16 categories which formed 5 synthesized findings. The synthesized findings that reflected patients experience of coercion were: Powerlessness, Seperation between staff and patients, Humiliation, Acceptance and Coping.
    Conclusion: Coercive methods have far-reaching impact on patients. Although some of them understand that there was need for them, most of them are very dissatisfied and feel violated.
    Implication for nursing: It is useful for staff to be aware of how patients experience coercion to be able to provide the best care possible.
    Key words: Psychiatric inpatients, coercive methods, compulsion, meta-aggregation, experience, attitute, systematic review.

Samþykkt: 
  • 16.4.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing.pdf855,1 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Meistararitgerð - IHS.pdf764,27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna