is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37753

Titill: 
  • Algengi mígrenis og ávísanir á lyf við mígreni á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Mígreni er skilgreint sem endurtekin sársaukafull höfuðverkjaköst sem standa oftast yfir í 4-72 klukkustundir og er talin mjög hamlandi sjúkdómur, í 6. sæti á heimsvísu samkvæmt Global Burden of Disease rannsókninni. Mígreni hrjáir um 11% mannkyns og er um þrisvar sinnum algengara hjá konum en körlum. Mígreni er hins vegar vangreindur sjúkdómur og sýna rannsóknir að einungis um helmingur einstaklinga með mígreni hafi verið greindir af heimilislækni. Markmið rannsóknarinnar var að skoða nýgengi mígrenis yfir tvö 10 ára tímabil, frá árunum 2000-2009 og 2010-2019, hjá einstaklingum á aldrinum 10-79 ára á heilsugæslustöðinni Sólvangi og heilsugæslustöðinni Firði, Hafnarfirði. Einnig var skoðað algengi mígrenis á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu fyrir tímabilið 2010-2019. Lyfjaávísanir sértækra mígrenilyfja og lyfjaávísanir lyfja notuð við mígreni ásamt öðrum sjúkdómum hjá einstaklingum með greint mígreni voru einnig skoðaðar fyrir bæði tímabilin. Rannsóknin er afturvirk gagnarannsókn sem var byggð á gögnum úr sjúkraskrárkerfi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Rannsóknarþýðið eru einstaklingar á aldrinum 10-79 ára sem fengu sjúkdómsgreininguna mígreni, G43 samkvæmt ICD-10 flokkunarkerfinu.
    Nýgengi mígrenis á aldrinum 10-79 ára yfir 10 ára tímabil á heilsugæslustöðinni Sólvangi árin 2000-2009 var 3,3%. Á heilsugæslustöðinni Sólvangi og heilsugæslustöðinni Firði árin 2010-2019 var nýgengið 2,9%. Algengi mígrenis hjá einstaklingum á aldrinum 10-79 ára í heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins yfir tímabilið árin 2010-2019 var 4,3%. Konur eru um þrisvar sinnum líklegri til að greinast með mígreni, en karlar virðast greinast fyrr. Lyfjaávísanir sértækra mígrenilyfja og lyfjaávísanir lyfja notuð við mígreni ásamt öðrum sjúkdómum, hjá einstaklingum með mígrenigreiningu á heilsugæslustöðvunum Sólvangi og Firði fyrir bæði tímabilin, sýndu aukningu lyfjaávísana triptan lyfja, ópíóíða og beta-blokka milli tímabila þar sem um tveir þriðju einstaklinga fengu lyfjaávísun einhvern tímann yfir tímabilið.
    Algengi mígrenis á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins er einungis þriðjungur af algengi í lýðgrunduðu úrtaki úr forrannsókn Heilsusögu Íslendinga. Aukning lyfjaávísana ópíóíða meðal einstaklinga með greint mígreni er áhyggjuefni sem þarfnast nánari athugunar.

  • Útdráttur er á ensku

    Migraine prevalence and migraine drug prescriptions in primary care in the capital region of Iceland. Migraine is described as repeated painful headaches that typically last for 4-72 hours. Migraine was ranked in 6th place in years lived with disability according to the Global Burden of Diseases study. World prevalence of migraine is 11% and is three times more prevalent in women than in men. Migraine is an under-diagnosed disease, studies show that only half of migraine sufferers have been diagnosed with migraine. The study aim was to observe migraine incidence over the ten-year periods, 2000-2009 and 2010-2019, in individuals age 10-79 years in primary care clinics Sólvangur and Fjörður, Hafnarfirði. The aim was also to observe migraine prevalence in primary care clinics in the capital region of Iceland over the period 2010-2019. Migraine specific drug prescriptions and prescriptions used for migraine and other diseases were also observed for both periods. This is a retrospective study that was based on data from medical records from the primary care clinics of the capital region of Iceland. The cohort consisted of individuals age 10-79 years that were diagnosed with migraine, G43 according to the ICD-10 classification system. Migraine incidence at age 10-79 years over the ten-year period 2000-2009 at the primary care clinic Sólvangur was 3,3%, during the period 2010-2019 in both Sólvangur and Fjörður clinics migraine incidence was 2,9%. Migraine prevalence at age 10-79 years in primary care clinics in the capital region of Iceland was 4,3% over the period 2010-2019. Between the two periods, for individuals diagnosed with migraine, prescriptions for triptan drugs, opioid drugs and beta-blockers were shown to increase. Migraine prevalence in the primary care clinics of the capital region of Iceland was only one third of migraine prevalence in the population-based cohort pilot study Heilsusaga Íslendinga. Increase in opioid drug prescriptions for individuals diagnosed with migraine is of concern and needs further study.

Samþykkt: 
  • 16.4.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37753


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_SólveigSara.pdf1,18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_SólveigSara.pdf427,9 kBLokaðurYfirlýsingPDF