is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3776

Titill: 
  • Eftirlætis mannætan mín. Fjölmiðlar og heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður farið yfir gang heimsmeistaraeinvígisins í skák sem haldið var á Íslandi 1972. Áherslan verður á keppendurna tvo, Boris Spassky þáverandi heimsmeistara og áskorandann Bobby Fischer.
    Einvígið var einn stærsti íþróttaviðburður ársins 1972 og ljóst að einvígi þar sem keppendurnir komu hvor frá sínu stórveldinu myndi vekja gífurlega eftirtekt og umtal. Persónugerð Fischers og möguleikinn á að hann gæti bundið enda á einokun sovéskra skákmanna á heimsmeistaratitlinum gerði einvígið enn meira spennandi og magnþrungnara.
    Íslensk dagblöð eru í þungamiðju umfjöllunarinnar. Reynt verður að varpa ljósi á skoðanir dagblaðanna og hvort þau hafi fylgt fyrirfram ákveðnum flokkslínum þegar kom að einvíginu og keppendunum og hvort dagblöðin hafi haldið þeirri línu sem þau settu sér frá upphafi einvígisins og alveg til enda þess.Leitast verður við að greina umfjöllun blaðanna og hvernig hún þróaðist frá ársbyrjun 1972 og fram til loka einvígisins í byrjun september, það er hvort áþreifanlegar breytingar hafi orðið í tóni umfjöllunar og magni eða hvort haldið hafi verið í sama horfinu.

Samþykkt: 
  • 30.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3776


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsida_fixed.pdf106.13 kBOpinnForsíða, titilsíða og ágripPDFSkoða/Opna
meginmal_fixed.pdf350.34 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna