is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37762

Titill: 
  • Afturskyggn rannsókn á lyfja- og fíkniefnaeitrunum sem komu til meðferðar á bráðamóttökum Landspítala árið 2018
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna umfang lyfja- og fíkniefnaeitrana á bráðamóttökum Landspítala. Einnig var kannað hvaða sjúklingatengdu þættir tengdust lyfja- og fíkniefnaeitrunum, metið hvaða lyfjaflokkar og/eða fíkniefni ollu eitrunum og skoða hvaða breytur höfðu fylgni við lyfja- og fíkniefnaeitranir.
    Aðferðir: Rannsóknarsnið var afturskyggn lýsandi gagnarannsókn þar sem upplýsingum var safnað úr gagnagrunni Landspítala. Notast var við ákveðnar skráningar komuástæða/ICPC-2 til að finna sjúklinga með eitranir sem höfðu komið til meðferðar á bráðamóttökum Landspítala frá 1. janúar til 31. desember árið 2018. Ákvörðunartré var hannað af rannsakendum til að meta hvort um eitrun hefði verið að ræða hjá þeim sjúklingum. Ef sjúklingur var talinn hafa orðið fyrir lyfja- og/eða fíkniefnaeitrun í sjúkraskrám var hann tekinn inn í rannsóknina.
    Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru 757 komur á bráðamóttökur Landspítala vegna lyfja- og fíkniefnaeitrana, sem samsvarar tíðninni 2,15 eitranir á hverja 1000 íbúa á landinu. Karlar voru hlutfallslega fleiri, eða 54%, og 46% konur. Aldursbil sjúklinga var frá 1 árs upp í 93 ára, en 62% sjúklinga voru yngri en 30 ára. Algengustu ástæður eitrana voru vegna viljandi eitrana af völdum misnotkunar (52%) og sjálfsvígstilrauna (39%). Óhappaeitranir (6%) voru flestar í yngsta aldurshópnum, 10 ára og yngri. Eitranir skiptust niður í 62% lyfjaeitranir, 23% fíkniefnaeitranir og 13% eitranir vegna lyf og fíkniefna. Meirihluti sjúklinga, eða 61%, var útskrifaður af bráðamóttökum, 30% sjúklinga voru lögð inn á aðrar deildir, þar af var 3% sjúklinga lögð inn á gjörgæslu, enginn lést og 9% sjúklinga voru með önnur afdrif.
    Ályktanir: Tíðni eitrana á bráðamóttökum Landspítala samræmist fyrri rannsóknum. Hún var hæst hjá ungu fólki á aldrinum 20-29 ára og hærri hjá körlum en konum. Lyfjaeitranir vegna sjálfsvígstilrauna voru algengari meðal kvenna en fíkniefnaeitranir og blandaðar eitranir vegna misnotkunar voru algengari meðal karla.

  • Útdráttur er á ensku

    Objective: The study aimed to explore the scope of conventional and illicit drug overdoses in the Emergency Departments at Landspítali. Additionally, to describe patient characteristics, medication and/or drugs involved, and other variables associated with drug overdose.
    Methods: The study design was retrospective descriptive medical record review study. International Classification of Primary Care/ICPC-2 code was used to find patients that presented to the Emergency Department with overdoses January 1st to December 31st, 2018. All patients considered by the treating physician to have overdosed according to the medical records were included in the study. A decision tree was designed by the researchers to assess whether the patients had truly experienced an overdose.
    Results: During the study period there were 757 Emergency Department visits due to conventional and illicit drug overdoses corresponding to an incidence of 2.15 overdoses per 1000 inhabitants per year. Men were slightly more common (54%). The patients’ age ranged from 1-93 years old, but 62% were younger than 30 years. The most common reason for drug overdose was intentional misuse (52%) and suicide attempts (39%). Unintentional overdose (6%) was mostly seen in the youngest age group, 10 years and younger. 62% of the cases involved prescription drugs, 23% involved illicit drugs and 13% a mixture there of. The Emergency Department visit resulted in discharge in 61% of the cases while 30% were admitted, of which 3% to the Intensive Care Unit. None of the cases had lethal outcomes, and 9% of patients had another outcome.
    Conclusions: The incidence of conventional and illicit drugs overdoses is consistent with previous research. It was highest among young people aged 20-29 years old and higher for men. Conventional drug overdose suicide attempts were more common among women and illicit drug overdose and mixed overdose misuse were more common among men.

Samþykkt: 
  • 20.4.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JóhannaGústavsdóttir.pdf1,61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
lokaverkefni skráning.pdf28,18 kBLokaðurYfirlýsingPDF