is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37763

Titill: 
  • „Maður veit ekkert nákvæmlega af hverju þeir eru hættir“ Upplifun kennara og nemenda af skólastarfi í framhaldsskólum og mikið brotthvarf nemenda úr námi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar er að öðlast skilning á upplifun viðmælenda af starfi í framhaldsskólum og upplifun þeirra af brotthvarfi nemenda úr námi. Rannsóknin var unnin með eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru viðtöl við fimm kennara og fimm nemendur í framhaldsskólum. Í rannsókninni er sjónum beint að hugtakinu skuldbinding til náms og skóla (e. school engagement) og hversu mikilvægt það er að beita markvissum og áhrifaríkum úrræðum til að efla skuldbindingu helstu aðila sem starfa innan skólakerfisins. Þetta á einkum við í glímunni við langvinnt brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að viðmælendur upplifðu að algengi brotthvarfs úr námi er mikið og tiltóku ýmsar leiðir til að auka skuldbindingu nemenda til náms og skóla. Ýmsar líklegar ástæður fyrir brotthvarfinu komu fram og einnig var bent á ýmsar leiðir til að draga úr því. Ljóst er að breytingar verða að eiga sér stað á ýmsum sviðum í skólakerfinu til að ná markverðum árangri. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja við fyrri rannsóknir á þessu sviði. Vonast er til að niðurstöðurnar komi til með að nýtast starfsfólki framhaldsskólanna, s.s. stjórnendum, kennurum og náms- og starfsráðgjöfum, til að þróa betur skólastarf í framhaldsskólum og gera það skilvirkara í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 20.4.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_KRISTJAN_KRISTJANSSON_LOKAUTGAFA.pdf1.53 MBLokaður til...22.09.2024HeildartextiPDF
LANDSBOKASAFN_VOKAVERKEFNI_APRIL.pdf354.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF