is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37764

Titill: 
 • Faraldsfræði skamm- og langtímanotkunar prótónpumpuhemla í kjölfar skurðaðgerða
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að meta nýgengi notkunar prótónpumpuhemla (PPI) meðal sjúklinga í kjölfar skurðaðgerða og hlutfall áframhaldandi notkunar lengur en þremur mánuðum eftir skurðaðgerðir. Kannað var hvaða sjúklinga- og aðgerðartengdu þættir tengdust notkun PPI og hvort munur væri á lifun notenda samanborið við þá sem ekki hófu notkun.
  Aðferðir: Rannsóknarsnið var aftursýn, lýsandi rannsókn meðal fullorðinna sem gengust undir fyrstu skurðaðgerð á Landspítala á tímabilinu 1. janúar 2006 - 31. desember 2018 og höfðu ekki notað PPI innan eins árs fyrir skurðaðgerðina. Upplýsingar voru fengnar úr íslenska aðgerðargrunninum sem inniheldur meðal annars upplýsingar um útleysta lyfseðla á tímabilinu.
  Niðurstöður: Alls hófu 95 sjúklingar notkun PPI innan þriggja mánaða frá fyrstu skurðaðgerð á tímabilinu. Árlegt nýgengi var 2 af 1.000 skurðaðgerðum en var þó breytilegt milli ára. Hlutfall áframhaldandi notkunar var 24%. Notkun PPI í kjölfar skurðaðgerða var hæst meðal kvenna í aldurshópi 66-75 ára, sjúklinga sem lágu inni í 6-10 daga í kjölfar skurðaðgerðar eða höfðu notað H2-andhistamín fyrir skurðaðgerð. Fylgni mældist milli nýrrar notkunar PPI og notkunar segavarnarlyfja innan eins árs fyrir skurðaðgerð. Sjúklingar sem hófu notkun PPI í kjölfar skurðaðgerða höfðu marktækt lakari lifun samanborið við þá sem ekki hófu notkun.
  Ályktanir: Nýgengi PPI notkunar er lágt í kjölfar skurðaðgerða sem sýnir að notkun þeirra er ýmist ekki hafin eða stöðvuð við útskrift. Aukinn fjöldi PPI lyfjaávísana undirstrikar mikilvægi aðkomu lyfjafræðinga á heilsugæslu og í apótekum til að koma í veg fyrir fjöllyfjanotkun og lyfjatengd vandamál.

 • Útdráttur er á ensku

  Objectives: The study aimed to examine the incidence of proton pump inhibitors (PPI) usage among patients following operations and the ratio of patients with persistent use over three months postoperatively. Additionally, patient- and procedural variables associated with usage of PPI was examined, and difference in survival between new PPI users and non-users.
  Methods: A retrospective descriptive study was conducted among adults that had undergone their first operation at the National University Hospital of Iceland from January 1st 2006 to December 31st 2018 and had not filled a prescription for PPI within one year before operation. Data was obtained from the Icelandic Perioperative database, which contains information regarding medication usage during the period.
  Results: Altogether, 95 patients started PPI use within three months of their first operation during the period. The annual incidence was 2 per 1.000 operations but varied between years. The ratio of continued use was 24%. Usage of PPI postoperatively was highest among females at the age 66-75 years and patients who stayed 6-10 days at the hospital postoperatively or had used H2 receptor antagonists before operation. Correlations were found between new usage of PPI and the use of anticoagulants within one year preoperatively. Patients who started PPI postoperatively had a significantly lower survival rate compared with those who did not.
  Conclusions: The incidence of PPI following operations is low, showing that usage is either not initiated or stopped at discharge. The increased number of prescriptions for PPI underlines the importance of pharmacists’ presence in primary health care and pharmacies to prevent polypharmacy and drug related problems.

Samþykkt: 
 • 20.4.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37764


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd_Thelma.pdf4.03 MBLokaður til...19.04.2027HeildartextiPDF
skemmanTRK.pdf10.83 MBLokaðurYfirlýsingPDF