is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37765

Titill: 
  • Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarfærni tveggja 11 ára drengja með ADHD sem voru á eftir jafnöldrum í lestri
  • Titill er á ensku The effects of Direct Instruction and precision teaching on the reading skills of two 11 year old boys with ADHD that were behind their peers in reading
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Lestur er mikilvæg undirstaða náms og því geta lestrarörðugleikar haft hamlandi áhrif á námsframvindu barna. Rannsóknir hafa sýnt að stýrð kennsla Engelmanns og fimiþjálfun hafi jákvæð áhrif á lestrarfærni barna. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hver áhrif tveggja inngripa, stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar, yrðu á lestrarfærni tveggja 11 ára drengja með ADHD sem voru á eftir jafnöldrum í lestri, til dæmis í hljóðun lágstafa og lestri orða og orðleysa. Notað var A-B-A tilraunasnið og þátttakendur valdir með hentugleikaúrtaki. Rannsakendur töldu að inngripin myndu hafa jákvæð áhrif á lestrarfærni drengjanna vegna niðurstaðna fjölda fyrri rannsókna. Niðurstöður sýndu að færni í hljóðun lágstafa jókst um 12% milli grunnskeiðs- og eftirfylgdarmælinga hjá þátttakanda 1. Færni þátttakanda 2 hrakaði um 4% milli mælinga. Hlutfall rétt lesinna orða og orðleysa jókst um 7% milli mælinga hjá þátttakanda 1 og um 9% hjá þátttakanda 2. Almennt stuðlaði inngripið að aukinni lestrarfærni hjá þátttakendum sem er í samræmi við fyrri rannsóknir.

Samþykkt: 
  • 20.4.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37765


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarfærni tveggja 11 ára drengja með ADHD .pdf2.14 MBLokaður til...20.04.2023HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf314.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF