Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37767
Markmið: Megin markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif sýklalyfjaráðgjafar á sýklalyfjanotkun barna á Landspítala. Einnig að kanna ánægju og áhrif sýklalyfjaráðgjafar meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á Barnaspítala Hringsins.
Aðferðir: Rannsóknin skiptist í afturskyggnan hluta og rafræna könnun framkvæmda á rannsóknartímabilinu. Í afturskyggna hlutanum var notkun sýklalyfja skoðuð fyrir börn yngri en 18 ára sem fengu altæk (e. systemic) sýklalyf í meira en einn dag á tímabilinu 2012 til og með október 2020, með mælikvarðanum dögum á meðferð á hverja 1000 legudaga. Rafræn könnun með spurningum um viðhorf og þekkingu á núverandi sýklalyfjaráðgjöf var send á lækna og hjúkrunarfræðinga Barnaspítala Hringsins.
Niðurstöður: Aukning var á meðalfjölda meðferðardaga á ári á Barnadeild/Gjörgæslu eftir innleiðingu sýklalyfjaráðgjafar sem ekki var tölfræðilega marktæk (p = 0,44) en marktæk fækkun átti sér stað á Vökudeild (p = 0,00041). Meðalfjöldi meðferðardaga á ári jókst fyrir flest algeng og/eða breiðvirk lyf á Barnadeild/Gjörgæslu en fækkaði á Vökudeild, sama átti við um meðallengd meðferðarlotu barns. Meðalfjöldi meðferðardaga á lyfjum gefnum í æð jókst á Barnadeild/Görgæslu (p = 0,034) eftir innleiðingu sýklalyfjaráðgjafar líkt og fyrir lyf gefnum um munn (p = 0,46), en fækkaði á Vökudeild fyrir lyf gefin um æð (p = 0,00039) en jókst fyrir lyf gefin um munn (p = 0,11). Meðallegulengd barns breyttist ekki eftir innleiðingu sýklalyfjaráðgjafar og ekki hlutfall endurkoma heldur (p = 0,094). Læknar þekktu frekar til sýklalyfjaráðgjafar samanborið við hjúkrunarfræðinga (p = 0,00078) og voru sammála því að hún hefði jákvæð áhrif á störf þeirra (p = 4,5 x 10-5). Yngri hjúkrunarfræðingar höfðu minni reynslu samanborið við þá eldri (p = 0,017). Almenn ánægja var með núverandi ráðgjöf eins og hún er í dag.
Ályktanir: Núverandi sýklalyfjaráðgjöf hefur bætt sýklalyfjanotkun á spítalanum þar sem sýklalyfjanotkun var minni og dró úr notkun breiðvirkra sýklalyfja. Almenn ánægja og jákvætt viðhorf er gagnvart henni.
Objective: The main objective of this study was to assess if children´s antibiotic stewardship program (ASP) at the National University Hospital of Iceland had changed antibiotic use amongst children, as well as evaluating satisfaction and opinion of the ASP amongst physicians and nurses at the Children´s Hospital.
Methods: A retrospective study where antibiotic change was assessed in days of therapy per 1000 patient days for children younger than 18 years that received systemic antibiotics for more than one day during the period 2012 through October 2020, and an electronic questionnaire sent to physicians and nurses at the Children’s Hospital.
Results: After ASP implementation an increase in average days of treatment per year at children´s ward/intensive care unit (ICU) was observed (p = 0,44), however, a statistical significant decrease was observed at the neonatal intensive care unit (NICU) (p = 0,00041). Average treatment days increased for most common and/or broad-spectrum antibiotics at children´s ward/ICU but decreased at the NICU, as did average length of therapy. Average treatment days for intravenous (i.v.) antibiotics at children´s ward/ICU increased after ASP implementation (p = 0,034) as well as for antibiotics given per os (p.o.) (p = 0,46). At the NICU, average treatment days for i.v. antibiotics decreased (p = 0,00039) but increased for p.o. antibiotics (p = 0,11). Average length of stay did not change significantly after ASP implementation, neither did readmission rate. Doctors were more familiar with the ASP compared to nurses (p = 0,00078) and agreed that the program had positive impact on their work (p = 4,5 x 10-5). Younger nurses had less experience compared to older ones (p = 0,017). Staff was generally satisfied with the program
Conclusions: Current ASP has improved antibiotic use at the hospital since antibiotic use has reduced and use of broad-spectrum antibiotics decreased. Physicians and nurses were generally satisfied with the ASP and were positive towards it.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlýsing.pdf | 420,12 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Ólöf Eir Hoffritz.pdf | 3,04 MB | Lokaður til...19.04.2028 | Heildartexti |