is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37770

Titill: 
 • Krabbameinslyf til inntöku: Lyfjaskil og viðhorf til endurnýtingar lyfja.
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Markmið: Markmið rannsóknarinnar var fjölþætt. Að kanna notkun og verðmæti krabbameinslyfja um munn, af flokki, próteinkínasahemla (PKH), lenalidomide, thalidomide og pomalidomide (LTP), á árs tímabili. Að kanna umfang, gæði og verðmæti lyfja, af flokki PKH og LTP, sem skilað var á deildir Landspítala, ásamt ástæðum fyrir skilunum. Að kanna viðhorf sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks til lyfjaskila, lyfjasóunar og endurnýtingar lyfja. Að setja fram tillögur að verkferlum til þess að draga úr lyfjasóun.
  Aðferðir: Rannsóknin var bæði afturskyggn og framskyggn. Notkun og verðmæti lyfja af flokki PKH og LTP var kannað hjá fullorðnum einstaklingum sem fengið höfðu leyfi frá lyfjanefnd Landspítala fyrir meðferð árið 2020. Lyfjaskilum var safnað og skráð af deildum Landspítalans og verðmæti þeirra reiknað út frá núvirði, ásamt því að ástæðum skilanna var safnað úr sjúkraskrá. Viðhorf sjúklinga á meðferð með PKH eða LTP til lyfjaskila og endurnýtingar lyfja fór fram með símaviðtali og stöðluðum spurningalista. Rafrænn spurningalisti varðandi viðhorf til lyfjasóunar og endurnýtingar lyfja var sendur á alla starfandi lækna, lyfjafræðinga og hjúkrunarfræðinga á Landspítala.
  Niðurstöður: 453 leyfi voru gefin út fyrir lyf af flokki PKH og LTP árið 2020 til 283 einstaklinga. Heildarverðmæti afgreiddra lyfja árið 2020 nam um 608 milljónum króna. Í heildina var 2.193 lyfjaskilaeiningum safnað af deildum Landspítalans en heildarverðmæti þeirra var rúmlega 23 milljónir króna. Rannsakandi mat 71% lyfjaskilanna endurnýtanleg eftir ákveðnum forsendum og þannig væri hægt að forða 75% verðmætanna frá sóun. Viðhorf sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks til endurnýtingar lyfja var jákvætt og vilji til staðar til að nýta þau með þeim skilyrðum að gæði lyfjanna væru tryggð. Afgerandi meirihluti heilbrigðisstarfsfólks taldi þörf á úrbótum á verkferlum til þess að draga úr lyfjasóun á Landspítala.
  Ályktanir: Kostnaður vegna lyfjameðferða með PKH og LTP er mikill og miklu magni lyfja hent sem unnt væri að nýta. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að viðhorfið er jákvætt og möguleikar til innleiðingu verkferla sem stuðla að minni sóun með endurnýtingu lyfja, eru til staðar.

 • Útdráttur er á ensku

  Objective: The objective of this study was multifaceted. It examined the use and economic value of targeted anticancer medication; protein kinase inhibitors (PKH), lenalidomide, thalidomide and pomalidomide (LTP), over a period of one year. The extent, quality and economic value of returned medication of same subgroups to the Landspítali‘s ward was also examined, together with the reasons for return. Additionally, the attitudes of patients and healthcare professionals towards returning of medicines, medicinal waste and redispensing of unused medication was evaluated. Procedures to reduce medicinal waste and redispensing unused medicine were introduced.
  Method: The study was both retro- and prospective. The use of and economic value of targeted anticancer mediciation, PKH and LTP, was investigated for adult patients that had received a permit for treatment in 2020. Data on returned PKH and LTP medicines were collected and registered, as well the reasons for returning and their value calculated. Patient‘s and healthcare professional‘s attitude on this matter were collected and examined via a standardized questionnaire.
  Results: 453 permits for use of treatment with PKH and LTP medicines were issued in 2020 for 283 individuals. The total value of medicines dispensed in 2020 amounted to 608 million. 2,193 prescription units were collected by Landspítali's wards and their total value amounted to almost 24 million ISK. The researcher estimated 71% of returned medication to be reusable according to specific criteria, which would save 75% of the economic values from waste. The attitude of patients and healthcare professionals towards the redispense of medicines was positive. The vast majority of healthcare professionals felt that improvements were needed in procedures to reduce medicinal waste.
  Conclusions: The economic value of treatment with PKH and LTP medications is high and large amounts of returned medicines could be redispensed. The results of this study suggest that the road for implementing procedures that reduce waste through redispensing of medicines is positive, both from the perspective of patients and health care professionals.

Samþykkt: 
 • 20.4.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing-Skemman-HeraJóhannsdóttir.pdf337.52 kBLokaður til...01.01.2026HeildartextiPDF
Krabbameinslyf til inntöku. Lyfjaskil og viðhorf til endurnýtingar lyfja.pdf19.67 MBLokaðurYfirlýsingPDF