is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37771

Titill: 
 • Notkun innöndunarlyfja meðal sjúklinga með langvinna lungnateppu og/eða astma
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Astmi og langvinn lungnateppa eru langvinnir öndunarfærasjúkdómar. Ein aðal undirstaðan í meðferð þeirra eru innöndunarlyf. Sýnt hefur verið fram á með ýmsum rannsóknum að færni við notkun innöndunarlyfja sé oft á tíðum ekki nægilega góð. Viðhorf til lyfja skiptir einnig miklu máli og getur það haft áhrif á meðferðarfylgni. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að athuga færni sjúklinga við notkun innöndunarlyfja ásamt því að kanna viðhorf þeirra til lyfja og lyfjameðferðar. Efni og aðferðir: Rannsóknin náði til sjúklinga sem voru á innöndunarlyfjum og með greiningarnar astma og/eða langvinna lungnateppu. Sjúklingarnir voru inniliggjandi á lungnalækninga- og bráðalyflækningadeild Landspítala.
  Niðurstöður: Alls sýndu 63 þátttakendur notkun innöndunarlyfja í samtals 99 skipti. Í 85% tilfella voru gerð að minnsta kosti ein mistök. Af þeim voru alvarleg mistök gerð í 44% tilfella, þau voru flest í tengslum við undirbúning og hleðslu skammts. Tíðni alvarlegra mistaka var hæst með Turbuhaler (31%) en lægst með Ellipta (18%). Tæknileg geta við notkun innöndunarlyfja var nokkuð góð. Algengustu mistökin voru að hrista ekki pMDI fyrir notkun og að halda tækjum ekki í réttri stöðu. Þó nokkur mistök komu fram varðandi öndun. Minna en helmingur þátttakenda önduðu ekki frá sér fyrir notkun innöndunarlyfs. Einnig voru gerð mistök við að anda frá sér eftir innöndun en einnig var lítill hluti þátttakenda sem héldu ekki andanum nógu lengi niðri eftir innöndun. Viðhorf þátttakenda var fremur jákvætt varðandi nauðsyn lyfja. Hluti þátttakenda hafði hins vegar áhyggjur af sínum lyfjum og lyfjameðferð.
  Ályktanir: Mistök voru algeng við notkun innöndunarlyfja. Það er vandamál vegna þess hve mikilvæg lyfin eru við astma og langvinnri lungnateppu. Þörf er á frekari eftirfylgni og kennslu við notkun innöndunarlyfja. Fram kom að viðhorf lungnasjúklinga var að mestu leyti jákvætt gangvart lyfjum. Hins vegar er áhyggjuefni að hluti þeirra hafi áhyggjur varðandi lyf og lyfjameðferð, ásamt því að taka undir skaðsemi lyfja.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Asthma and COPD are chronic respiratory diseases. Inhalers are the foundation in treatment of asthma and COPD. Numerous studies have shown that technique used is not always up to standards. Patients beliefs about medication are important and can potentially affect the treatment. Aim: The goal of this study was to observe patients capability of using inhalers as well as their perspective to drugs and treatment. Materials and methods: This study included patients diagnosed with asthma and/or COPD treated with inhalers. The patients were admitted the to respiratory or the acute Internal medicine units at Landspítalinn.
  Results: 63 patients were observed using inhalers for total of 99 times. In 85% cases there was at least one mistake made. Critical mistakes were made in 44% cases, in most cases regarding preparation and loading of the inhalers. The rate of mistakes was highest with Turbuhaler (31%) but lowest with Ellipta (18%). Technical ability to use inhalers was reasonably good, the most common mistakes were not shaking the pMDI before use and holding the device incorrectly. Some mistakes were made in regard to correct breathing while using the medication. Less than half of the patients exhaled before using the inhaler and small part of patients failed to hold their breath sufficiently after inhalation. The patients perspective regarding the importance of medicines was mostly good. Part of the patients remarked a concern regarding medications and treatments.
  Conclusion: Mistakes were common in the use of inhalers. The problem comes with the variety of medications against asthma and COPD. More monitoring and education are necessary for patients using inhalers. Most of these patients had a positive perspective regarding their medication. On the other hand it raises concerns that part of patients had doubts regarding medicines and treatment in general and agreed with harmfulness of medications.

Samþykkt: 
 • 20.4.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing-Þórunn Eydís Jakobsdóttir.pdf320.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF
M.Sc. Ritgerd - Þórunn Eydís Jakobsdóttir.pdf2.74 MBLokaður til...31.12.2023HeildartextiPDF