is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37777

Titill: 
  • ,,Líf okkar myndi ekki ganga upp ef ég væri líka útivinnandi” Brotthvarf háskólamenntaðra kvenna af vinnumarkaði - ástæður og afleiðingar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna ástæður brotthvarfs háskólamenntaðra kvenna af vinnumarkaði og áhrif þeirrar ákvörðunar á líf þeirra. Rannsóknin er eigindleg og byggir á viðtölum við átta íslenskar háskólamenntaðar heimavinnandi konur. Niðurstöður leiddu í ljós að það voru nokkrir þættir sem konurnar töldu hafa mest áhrif á að þær hættu á vinnumarkaði; að hefja starfsferil, stofna fjölskyldu og krefjandi ferill maka jók álag á konurnar þannig að þær sáu ekki fram á hvernig fjölskyldulífið ætti að ganga upp ef þær væru áfram á vinnumarkaði. Einnig kom í ljós að allar konurnar upplifðu fordóma á einhverju tímabili eftir að ákvörðun er tekin og töluðu flestar um að það væri helst frá öðrum konum. Það virðist valda mikilli innri togstreitu hjá konunum að hafa sagt upp launastarfi sínu og upplifa fordóma, jafnvel eigin, gagnvart því að vera heimavinnandi. Aðeins ein kona af átta stefndi afdráttarlaust aftur á vinnumarkaðinn. Allar töluðu þær um að hafa misst af fagþróun og færni við það að vera frá vinnumarkaði í þann tíma sem þær höfðu verið heimavinnandi. Þá nefndu þær allar að þær myndu líkega skipta um starfsvettvang ef þær færu aftur á vinnumarkaðinn og þá frekar bæta við sig menntun á því sviði. Þær töluðu um að ef þær færu aftur á vinnumarkað yrði það á þeirra forsendum og vænlegasti kosturinn væri jafnvel að stofna eigið fyrirtæki þar sem þær stjórnuðu tíma og álagi. Vonast er til að niðurstöður rannsóknarinnar nýtist til að auka skilning á aðstæðum, reynslu og líðan menntaðra heimavinnandi kvenna. Að þær nýtist ennfremur til að varpa ljósi á frelsi kvenna til að velja og á rétti þeirra og getu til að bera ábyrgð á eigin ákvörðunum. Þá ættu niðurstöðurnar einnig að geta reynst gagnlegar fyrir náms- og starfsráðgjafa varðandi ráðgjöf fyrir þennan hóp í tengslum við starfsferilsþróun og endurkomu á vinnumarkað.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to examine the reasons university-educated women have for leaving the labor market to focus on family and home, and the impact of that decision on their lives. The research is qualitative and is based on interviews with eight Icelandic highly educated stay-at-home women. The results showed that there were several factors that the women felt had the most influence on them leaving the labor market; starting a career, starting a family and a demanding career of a spouse increased the pressure on the women, so that they did not foresee how family life should function if they remained in the labor market. The results also showed that all the women experienced prejudice at some point after the decision was made and talked about it being mostly from other women. It seems to cause a great deal of inner tension for women to have quit their jobs and they experience prejudice, even their own, towards being stay- at-home mothers. Regarding their return to the labor market, only one woman out of eight was determined to go back into the labor market. They all talked about having lost professional development and skills from being out of the labor market during the time they had been staying home. They all mentioned that they would rather look at a different field of work than they came from and rather add education in that field. They talked about that if they went back to the labor market, it would be on their terms and the most promising option would be to even start their own company to keep the flexibility the had gotten used to. Hopefully the results of the study can be used to increase understanding the reason, situation, experience and well-being of educated stay-at-home women. That they can also be used to shed light on women's freedom of choice and their right and ability to take responsibility for their own decisions. The results of this study should also be useful for educational and vocational counselors regarding counseling for this group in connection with career development and re-entering the labor market.

Samþykkt: 
  • 23.4.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA21-IngibjörgP.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LOKAVERKEFNI.pdf596.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF