is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37782

Titill: 
  • „Ég held nefnilega að sveppir eigi eftir að bjarga heiminum…“ Áhætta, samkeppni og sagnamenning meðal sveppasafnara á Íslandi
  • Titill er á ensku "I think fungi are going to save the world..." Risk, competition and personal narratives among mushroom hunters in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari BA ritgerð í þjóðfræði er gerð eigindleg rannsókn á sveppasöfnurum á Íslandi, það er fólki sem tínir æta villisveppi til neyslu. Fjallað er um framkvæmd rannsóknarinnar í kafla 1.1 þar sem viðtalstækni er útskýrð og viðmælendur kynntir. Til að dýpka skilning lesanda á efninu er fjallað stuttlega um líffræði sveppa og neyslu þeirra í kafla 1.2, og sögu sveppatínslu á Norðurlöndum og á Íslandi í kafla 1.3. Kafli 2 skýrir frá þeim þjóðfræðilegu hugtökum sem notuð eru í ritgerðinni, og tekur saman viðeigandi rannsóknir á sveppatínslu sem gerðar hafa verið hingað til. Viðtöl við fimm íslenskar konur sem tína villisveppi eru síðan greind í köflum 3, 4 og 5 með hliðsjón af þeirri áhættu sem felst í sveppatínslu og hvernig viðmælendur tryggja öryggi sitt, hvernig samkeppni, leynd og traust birtast í samskiptum milli sveppasafnara, og hvernig frásagnir móta og styrkja sjálfsmynd þeirra.
    Rannsóknin leiðir í ljós að sveppasafnarar á Íslandi nota flókið samspil þekkingar og skynjunar til að meta öryggi þeirra sveppa sem þeir tína til neyslu. Einnig er til staðar einstök blöndun trausts og leyndar milli sveppasafnara, en þeir eru oft tilbúnir til að treysta ókunnugu fólki á samfélagsmiðlum til að greina svepp sem ætan eða óætan, þó að upplýsingum um gjöful sveppasvæði sé haldið leyndum frá öðrum. Auk þess er til staðar samkeppni milli safnara um auðlindina sem skapar áhugaverða togstreitu. Sagnir sem beinast að fólki innan og utan hóps sveppasafnara gegna því hlutverki að skapa og viðhalda ákveðinni ímynd sem þeir hafa af sjálfum sér og öðrum. Því er greinilegt að sveppatínsla er menningarlega flókið fyrirbæri sem hefur merkjanleg áhrif á líf þeirra sem taka þátt í henni.

Samþykkt: 
  • 27.4.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37782


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokaritgerð Dagný Kristinsdóttir.pdf626,42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf438,49 kBLokaðurYfirlýsingPDF