is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37785

Titill: 
 • Reyni að brosa: Um skáldskap Evu Hjálmarsdóttur frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Skáldið Eva Hjálmarsdóttir frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði fæddist árið 1905. Hún var flogaveik og því heilsulaus nánast alla ævi, en hún lést árið 1962, þá aðeins 56 ára gömul. Hún hafði unun af skáldskap og þrátt fyrir heilsuleysið var hún oftast glöð. Eva gaf alls út fimm bækur á meðan hún lifði. Bókina Hvíta vængi gaf hún út árið 1946, en hún samanstendur af tveimur hlutum, sá fyrri nefnist Sögur og æfintýri, en sá seinni Ljóð. Árin 1947 og 1948 gaf hún út bækurnar Það er gaman að lifa og Paradís bernsku minnar og fleiri sögur en báðar innihalda þær sambland af endurminningum Evu, sögum frá fólki nákomnu henni og ævintýrum. Þá gaf hún út bókina „Margt er smátt í vettling manns“ árið 1952, en innihald hennar er af svipuðum toga og í bókunum tveimur á undan, nema nú eru sögurnar heldur styttri eins og nafnið gefur til kynna. Síðasta bók Evu er svo Á dularvegum, sem Eva gaf út árið 1956, en þar skrifaði hún niður ýmsa drauma og fyrirboða sína.
  Sumarið 2019 var Héraðsskjalasafni Austfirðinga færður kistill úr eigu Evu. Þessi kistill hafði að geyma ýmsar eigur hennar, svo sem bækur, bréf, kort og ljósmyndir. Einnig var þar að finna handrit frá henni. Meðal þeirra eru tvær þykkar gamlar stílabækur, þrjár litlar gular stílabækur, ein fundargerðabók og eitthvað af lausum handritum. Í þessum handritum má finna ýmislegt sem komið hefur út á prenti eftir Evu, en einnig er töluvert af verkum eftir hana sem ekki hafa birst áður. Hér verða útgefin verk Evu og handrit úr kistlinum skoðuð og borin saman. Kannað verður hvort í kistlinum leynist eitthvað bitastætt sem ekki hefur verið gefið út og hvers konar skáld Eva Hjálmarsdóttir var.

 • Útdráttur er á ensku

  The writer Eva Hjálmarsdóttir was born in Stakkahlíð in Loðmundarfjörður in the year 1905. All her life she fought epilepsy and because of that she was always quite unwell, she died in the year 1962, then only fifty-six years old. She loved fiction and poetry and despite her bad health, she was usually happy. In her life, Eva managed to publish five books. The book Hvítir vængir (e. White Wings) was published in 1946. It has two sections, the former one is called Sögur og æfintýri (e. Stories and Fairy Tales) and the latter is called Ljóð (e. Poetry). In the years 1947 and 1948, she published Það er gaman að lifa (e. It is Fun to Be Alive) and Paradís bernsku minnar og fleiri sögur (e. The Paradise of My Youth – and Other Stories), both are mixtures of Eva’s memoirs, stories from people close to her and fairy tales. In the year 1952 she published the book “Margt er smátt í vettling manns” (e. “There are Many Small Things in One’s Mitten”), which is built up similar her other last two books, but as the name suggests all narratives are quite short. Eva’s last book was published in 1956 and is called Á dularvegum (e. On a Mystical Path), it consists of narratives of her dreams and revelations.
  In the summer of 2019, Héraðsskjalasafn Austfirðinga received a chest that belonged to Eva. It contained some of her earthly possessions like books, letters, greeting cards and photographs. Inside it there were also some manuscripts of hers. They include two old and thick notebooks, three small yellow notebooks, one meeting notebook with numbered pages and some other manuscripts. They contain some of Eva’s published work and a good amount of unpublished work. In this paper her published and unpublished work is looked at and compared in order to see if something remarkable is hidden among Eva’s unpublished work and some light will be cast on what type of author Eva was.

Samþykkt: 
 • 28.4.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrín Alfa Snorradóttir - BA ritgerð.pdf619.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Katrín Alfa - yfirlýsing.pdf447.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF