is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37789

Titill: 
 • Hinir klaksáru. Staða, hlutverk og örlög smalamanna í þremur Íslendingasögum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A.- prófs. Í henni er fjallað um smalamenn í þremur Íslendingasögum, ónafngreinda sauðamenn í Grettis sögu, fjárgæslumanninn Barða í Króka-Refs sögu og smaladrenginn Einar Þorbjarnarson í Hrafnkels sögu Freysgoða.
  Rýmið sem smalamennirnir starfa á er greint og því haldið fram að starfsaðstæður þeirra séu oftast nær hættulegar og að húsbændur þeirra geri sér ekki fulla grein fyrir þeim hættum sem að þeim steðja. Yfirnáttúruleg meinvættur ógnar sauðamönnum í Grettis sögu og ofbeldisfullur nágranni fjölskyldunnar í Kvennabrekku drepur Barða þar sem hann er einn og óvarinn.
  Einnig eru færð fyrir því rök að þrátt fyrir lágan sess innan samfélags sagnanna og stutta viðkomu sé tilvist þeirra mikilvæg fyrir framvindu sagnanna. Í kjölfar drápsins á Barða þarf aðalpersóna Króka-Refs sögu, Refur, að hefna og hefur þar með vegferð sína sem kappi sögunnar. Dauði Einars í Hrafnkels sögu er vendipunktur en sagan segir frá deilum og málaferlum sem spretta upp frá víginu. Dauði smalamanns er hvarfpunktur í sögunum tveimur og reynist banamanni þeirra dýrkeyptur. Því eru smalamennirnir mikilvægari en halda mætti við fyrstu sýn fyrir atburðarás sagnanna.
  Smalamenn tilheyra hinum vopnlausa hluta samfélagsins sem hvetur og fylgist með öðrum karlmönnum eiga í átökum en taka sjálfir ekki þátt og eru því bjargarlausir þegar að þeim er ráðist. Þetta varpar ljósi á innræti þeirra persóna sem ráðast gegn þeim og þeirra sem senda þá í hætturlegar aðstæður eða í verkefni sem þeir hafa ekki forsendur til að leysa. Í ritgerðinni verða aðrar persónur sagnanna speglaðar út frá framkomu þeirra við smalamennina.

Samþykkt: 
 • 28.4.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37789


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hinir klaksáru pdf-skjal. Oddur Pálsson.pdf399.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg297.34 kBLokaðurYfirlýsingJPG