en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/37791

Title: 
  • Title is in Icelandic Líftímakostnaður bygginga: Hvað er líftímakostnaður og hver er ávinningur af notkun hans?
Degree: 
  • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er líftímakostnaður bygginga skoðaður og leitast er eftir að svara spurningunni: hvað er líftímakostnaður og hver er ávinningur af notkun hans? Líftímakostnaður byggingar er heildarkostnaður við byggingu og rekstur húsnæðis frá upphafi til enda. Jákvætt er að sjá þær breytingar sem hafa orðið í meðhöndlun mannvirkja. Áhersla á að skoða verkefni frá upphafi til enda með tilliti til umhverfisáhrifa er jákvætt skref fram á við. Markmið ritgerðarinnar er að rannsaka þann ávinning sem fylgir notkun líftímakostnaðar og greiningu á honum. Ritgerð þessi er heimildaritgerð þar sem notast var við fræðilegar heimildir og aðsend gögn en einnig voru tekin hálfstöðluð viðtöl við aðila tveggja opinbera fyrirtækja sem hafa reynslu af viðfangsefninu. Spurningarnar voru samdar með það í huga að fá innsýn inn í notkun líftímakostnaðsgreininga og hugmyndir um hvernig hefur gengið að innleiða það á Íslandi.
    Niðurstöður benda til þess að almennt hafi gengið vel að innleiða líftímakostnað á Íslandi og að notkun líftímakostnaðsgreininga á byggingar og byggingarhluta skili efnahagslegum og umhverfisvænum ávinningi og sé að leysa af hólmi aðferðir eins og að horfa eingöngu til lægsta stofnkostnaðar. Greining viðtala leiddi einnig í ljós jákvætt viðhorf til líftímakostnaðar. Í ljósi jákvæðs viðhorfs til líftímakostnaðsgreininga gæti verið fróðlegt fyrir stofnanir að mæla og halda utan um árangur þessara aðferðar og safna reynslutölum.

Accepted: 
  • Apr 28, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37791


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS-Ritgerð Líftímakostnaður bygginga.pdf562.98 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing.jpg53.89 kBLockedDeclaration of AccessJPG