is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37792

Titill: 
 • Mat á námi og vellíðan barna : skýrsla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi skýrsla fjallar um upplifun og þátttöku meistaranema í rannsóknarverkefni er bar yfirheitið Mat á námi og vellíðan barna. Skýrslunni fylgir grein sem meistaranemi skrifaði undir leiðsögn aðjúnkts við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og ber heitið „Þetta er í rauninni allt eitthvað sem maður vissi að skipti máli – Rafrænar námssöguskráningar í leikskóla“. Í skýrslunni verður fjallað um samstarfsrannsóknina (e. collaborative action research) sem fram fór í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin er hluti af stærra samstarfsverkefni Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) og fimm leikskóla víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Markmiðið var að þróa matsaðferðir í leikskólastarfi. Í umræddum leikskóla var sjónum beint að rafrænum námssöguskráningum í gegnum forritið Book Creator. Hægt er að sækja það forrit í spjaldtölvur og var ákveðið að fara þá leið til að þróa áfram mat á námi og vellíðan barna í leikskólanum. Þátttakendur völdu að kanna hvort að sú matsaðferð myndi henta vel til hliðar við Heilsubók barnsins og styðja við skráningar í henni en Heilsubók barnsins er aðalmatsaðferð leikskólans sem um ræðir. Gagnaöflun fór fram með viðtölum, rannsóknardagbók, vettvangsathugunum og fundargerðum ásamt rafrænum námssöguskráningum. Niðurstöður benda til að þátttakendur hafi öðlast færni í að skrá námssögur og fundist þær vera góð viðbót við skráningar í Heilsubók barnsins, en að tímaskortur og tæknilegar hindranir gætu komið í veg fyrir að þær festu sig í sessi.
  Farið verður yfir gildi þátttöku í samstarfsrannsókninni fyrir meistaranema sem og fyrir leikskólastarf. Sett verður fram það sem þátttakendur á vettvangi fengu út úr því að taka þátt í samstarfsrannsókninni en einnig þann lærdóm sem meistaranemi dregur af þátttöku í rannsókninni.
  Efnisorð: Leikskóli, námsmat, námssögur, upplýsingatækni, starfendarannsókn

 • Útdráttur er á ensku

  This report is about the master’s student’s participation and experience regarding the collaborative project “Mat á námi og vellíðan barna”. The article which this report is attached to is called “This is something we knew was important - Electronic learning stories through Book Creator” and describes a collaborative action research project performed in one preschool in the greater Reykjavík area.
  The study is part of a larger collaborative project between RannUng (Centre for research in early childhood education) and five preschools in the neighboring municipalities of Reykjavík. Five master’s students participated in the research and collaborated with each preschool along with their mentors. The aim of this study was to find a way to develop
  assessment methods in the participating preschool.
  Participants in the preschool were introduced to the learning story approach and later discovered a tablet application called Book Creator which makes it possible for participants to document electronic learning stories. The participants were interested in developing their learning stories through Book Creator and finding a way for that method to support their preschool main assessment which is called Heilsubók barnsins (children’s health book).
  Data in this research was gathered by taking interviews with participants, writing notes in a research journal, meeting reports as well as analyzing the progress of the documentation of electronic learning stories.
  The results suggest that participants gained increased skills in documenting electronic learning stories. The participants faced many challenges during the process which had mainly to do with technical difficulties as well as a lack of time.
  The values of participation in the co-operation study for master's students as well as for preschool work in general will be reviewed. Further discussions will occur regarding what participants gained from participating in the collaborative research, the documentation of learning stories as well as the master’s student takeaways regarding the research.
  Key words: Preschool, assessment, learning stories, information technology, action research

Samþykkt: 
 • 28.4.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37792


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skyrsla_Greinarg_BFE_Loka_26_5_19.pdf832.12 kBLokaður til...31.12.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Bergþóra_Fanney.pdf40.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF