Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37794
Í gegnum tíðina hafa verið þróaðar aðferðir til að mæta sívaxandi og breytilegum kröfum sem gerðar eru til framleiðslu vöru og þjónustu. Straumlínustjórnun eða „Lean,“ eins og aðferðin hefur verið nefnd á alþjóðavísu, hefur notið vinsælda. Hugmyndafræðin í hnotskurn gengur út á að útrýma allri sóun á því sem ekki skapar virði í framleiðslu og vinna aðeins það sem viðskiptavinurinn vill. Verkfæri og aðferðir Lean eru notaðar til að kortleggja og koma auga á hvar sóun er að finna í ferlum, en ferlar eru öll þau skref sem fyrirtæki þarf til að framleiða vöru eða þjónustu. Með aðferðum og verkfærum Lean er hægt að komast að rót vandans og greina og bæta flöskuhálsa í ferlum.
Ritgerðin fjallar um áskoranir í verkefnavinnu við innleiðingu á sýnilegri stjórntöflu þar sem beitt er verkefnisaðferð í anda hugmyndafræði straumlínustjórnunar.
Markmið rannsóknarinnar er að bæta við þekkingu þeirra sem iðka verkefnastjórnun og veita þeim innsýn sem hyggja á innleiðingu sýnilegra stjórnborða.
Rannsóknarspurningin er:
Hvernig er staðið að innleiðingu sýnilegs stjórnborðs hjá opinberri stofnun?
Niðurstöður benda til að stofnunin sem er ónafngreind stofnun á heilbrigðissviði sé á réttri leið með innleiðingu verkefnisins og margir nauðsynlegir árangursþættir fyrir frekari framgang þess til staðar. Starfsfólk er jákvætt fyrir breytingunum og metur verkefnið bæði mikilvægt og tímabært. Þrátt fyrir gagnrýni og skoðanamun innan verkefnahópsins hvernig best sé staðið að verkefninu, hafa þátttakendur trú á aðferðafræðinni sem notuð er. Atriði sem gætu orðið verkefninu til hagsbóta eru að stjórnendur mættu styðja betur við það með virkari þátttöku. Einnig væri þörf á að standa betur að fræðslu og þjálfun starfsfólks í hugmyndafræði straumlínustjórnunar, en þessi þættir skoruðu fremur lágt í rannsókninni. Mælt er með mótvægisaðgerðum sem fela í sér skuldbindingu og þátttöku stjórnenda, einfalda og auðskiljanlega mælikvarða, skipulagða þjálfun í hugmyndafræði með fræðslu og þjálfun tengdu þessu tiltekna verkefni. Ennfremur úthluta verkefna-teyminu nægilegan tíma, valdefla það og gefa því umboð til viðeigandi breytinga sem henta verkefninu og tryggja hnökralausa framvindu þess.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS ritgerd Halldor Ragnarsson.pdf | 2.94 MB | Lokaður til...19.06.2023 | Heildartexti | ||
Lokaverkefni Yfirlysing.pdf | 879.82 kB | Lokaður | Yfirlýsing |
Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 2 ár.