is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37797

Titill: 
 • COVID í Eyjum: Áhrif heimsfaraldurs COVID-19 í Vestmannaeyjum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessu lokaverkefni er fjallað um áhrif COVID-19 í Vestmannaeyjum í tveimur útvarpsþáttum sem er fylgt eftir í þessari ritgerð.
  Hópsýking vegna heimsfaraldurs COVID-19 kom upp í Vestmannaeyjum í fyrstu bylgju faraldursins hérlendis. Samkomutakmarkanir voru hertar meira en á landsvísu og fjöldi bæjarbúa fór í einangrun eftir að hafa smitast eða sóttkví eftir að hafa verið útsett fyrir smiti. Í útvarpsþáttunum var rætt við Vestmannaeyinga sem koma úr mismunandi áttum samfélagsins. Til dæmis var rætt við Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra, Sigurð Hjört Kristjánsson umdæmislækni sóttvarna á Suðurlandi, Jarl Sigurgeirsson, skólastjóra Tónlistarskóla Vestmannaeyja og föður, og Þorbjörgu Júlíusdóttur eldri borgara.
  Þegar sóttvarnaaðgerðir voru sem strangastar í Vestmannaeyjum var lífið bæði erfitt og að einhverju leyti gott á sama tíma. Lífið var erfitt að því leyti að fólk gat ekki hitt sína nánustu, það þurfti ýmist að sæta sóttkví eða einangrun, íþróttir voru bannaðar og skólahald var verulega skert. Auknar fjölskyldustundir voru eitt af því jákvæða sem sumir viðmælendur mínir sáu við samkomutakmarkanirnar. Ekkert varð úr plönum sem höfðu verið gerð næstu vikurnar og fjölskyldurnar vörðu því miklum tíma saman, tíma sem þær hefðu aldrei fengið ef ekki hefði verið fyrir samkomutakmarkanir.
  Lykilorð: COVID-19, heimsfaraldur, samkomutakmarkanir, Vestmannaeyjar

 • In this MA project the COVID-19 pandemic and its effect on Vestmannaeyjar is covered in two radio shows and it is summarised in this paper. In the first wave in Iceland a group infection caused the virus to spread fast around the community in Vestmannaeyjar. Restrictions on gatherings were stricter in Vestmannaeyjar than nationwide and many inhabitants either had to isolate due to infection or quarantine due to exposure from an infected individual. In the radio shows people from different places in the community tell their stories. Íris Róbertsdóttir major, Sigurður Hjörtur Kristjánsson regional epidemiologist, Jarl Sigurgeirsson, principal of the music school and a father, and Þorbjörg Júlíusdóttir, a senior citizen, were among the interviewees. When the COVID-19 restrictions in Vestmannaeyjar were strictest daily life was both tough and, in some way, pleasant at the same time. Life was tough in the sense that people could not meet their loved ones, people had to quarantine or isolate, sports were prohibited and schools had strict impairments. On the other hand, family quality time increased which was one of the positive things some of my interviewees mentioned about the restrictions. Plans for next weeks got cancelled and families spent more time together, a time they never would have spent together if the restrictions would not have been in place.
  Key words: COVID-19, pandemic, restrictions, Vestmannaeyjar

Samþykkt: 
 • 28.4.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37797


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð COVID í Eyjum - Sóley Guðmundsdóttir.pdf482.07 kBLokaður til...19.06.2021HeildartextiPDF
COVID í Eyjum - 1. þáttur, Viðbragðsaðilar.mp428.44 MBLokaður til...19.06.2021ÚtvarpsþátturMPEG Audio
COVID í Eyjum - 2. þáttur, Almenningur.mp433.69 MBLokaður til...19.06.2021ÚtvarpsþátturMPEG Audio
doc05537020210428091307.pdf31.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF