is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37798

Titill: 
  • Hvað hindrar umsjónarkennara í grunnskóla við notkun upplýsingatækni?
  • Titill er á ensku What hinders classroom teachers from applying IT?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið með þessari rannsókn er að varpa ljósi á hvernig umsjónarkennarar í grunnskóla nýta upplýsingatækni í starfi og kennslu og hvað það gæti verið sem helst hindrar þá í að nota hana. Lítið er um rannsóknir á notkun upplýsingatækni í skólastarfi á Íslandi og upplýsingar um helstu hindranir sem kennarar telja sig mæta við innleiðingu á stafrænum tækninýjungum eru af skornum skammti. Nýleg rannsókn á starfsháttum í tuttugu grunnskólum og umfjöllun um hana veitir þó ágætt yfirlit um tölvunotkun og innleiðingu á nýrri tækni í grunnskólum allt frá upphafi tölvuvæðingar þar til skömmu áður en spjaldtölvur komu til sögunnar. Í ritgerðinni er farið yfir þá sögu og greint stuttlega frá því hvernig ný fartækni hefur sett mark sitt á skólastarf. Í þeirri rannsókn sem hér er kynnt voru tekin voru einstaklingsviðtöl við fjóra umsjónarkennara á yngsta stigi og miðstigi við einn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Viðmælendur voru konur á ýmsum aldri en allar með umtalsverða kennslureynslu. Í viðtölunum voru þær beðnar að lýsa reynslu sinni og sýn hvað upplýsinga-tækni og miðlun í skólastarfinu snertir en þó einkum hvað helst kæmi í veg fyrir að þær nýttu tæknina í starfi með nemendum. Flestum reyndist kennurunum ljóst hvað helst stæði í veginum. Kennarar sem höfðu áhuga á tækninni virtust líklegri til að nýta hana að einhverju ráði með nemendum. Af hindrunum sem kennararnir telja sig mæta má nefna skort á tæknilegri þekkingu, tækjabúnaði og tíma til þess að undirbúa kennslu með upplýsingatækni. Athygli vekur að töluvert virðist um samráð og samhjálp kennara þar sem tæknin er annars vegar. Rannsóknin er mikilvæg vegna þess að gerð er krafa um notkun upplýsingatækni í skólastarfi, niðurstöður hennar varpa nokkru ljósi á hvað hindrar kennara í þeim efnum og hvernig mögulega mætti mæta því. Mikilvægt er að við sem fáumst við kennslu eða vinnum að menntun með öðru móti berum virðingu fyrir reynslu kennara og afstöðu til upplýsingatækni og lítum til hennar við innleiðingu á tækninýjungum.

  • Útdráttur er á ensku

    This disseration is an investigation of how teachers in elementary schools use information technology (IT) in teaching and other working practices, and what obstacles may be in place to hinder its use. There is a dearth of research regarding the use of IT in schooling in Iceland, and therefore information on what obstacles teachers believe they face in the implementation of new technologies are in short supply. New research on working practices in twenty elementary schools gives a adequate summary of computer use and the implementation of new technologies from the beginning of computer classes until shortly before computer tablets were introduced in schools. That research essay traced that history and summarised how new technologies have impacted schooling and teaching practises. This dissertation concerns itself with individual interviews with four teachers teaching in the same elementary school in the capital area. The interview subjects are all women of different ages, but with substantial teaching experience. In the interviews they were asked to describe their experience and opinion on how on IT in schooling, and especially challenges in implementing new technologies during teaching; Of those interviewed, most were aware of what specific obstacles hindered its use. Teachers who had an interest in the technology were more likely to use it during teaching. Those obstacles mentioned include lack of technical knowledge, access, and time to prepare lessons with the technology. It is notable that there seems to be considerate cooperation and assistance between teachers regarding IT challenges. This research subject is important due to the requirement made of IT being utilised in education, the conclusions reached cast a light on the obstacles faced in its use and implementation, and how they might be solved. It is important that that educators and other indirect parties respect the experience of teachers and their attitude toward IT in considering future implementation of new technologies in teaching.

Samþykkt: 
  • 28.4.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37798


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1)-signed.pdf132.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF
970_Jóhann_Þór_Eiríksson_jthe2_lokautgafa_150788_1292125272.pdf750.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna