Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37800
Rannsókn þessi fjallar um uppeldissýn barnahjúkrunarfræðinga á Barnaspítala Hringsins. Uppeldissýnin er skoðuð út frá greiningarlíkani Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og Roberts Selman sem byggir á þremur meginþáttum; áhuga, gildum og aðferðum viðkomandi í samskiptum og starfi með börnum. Rannsóknin er þverfagleg og tekur til bæði heilbrigðisog uppeldissviðs en lítið hefur verið leitað eftir rannsóknarstuddri þekkingu sem tengir þessa tvo heima. Bakgrunnur rannsóknarinnar byggir á sögu og þróun bæði hjúkrunarnáms og hjúkrunar á vettvangi og er þróunin sérstaklega skoðuð í ljósi þess að hjúkrun hefur ávallt verið kvennastarf og því hafa hjúkrunarfræðingar eins og aðrar kvennastéttir
barist fyrir viðurkenningu og virðingu innan heilbrigðiskerfisins.
Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri rannsóknaraðferð, með vettvangsathugunum á Barnaspítala Hringsins og viðtölum við starfandi barnahjúkrunarfræðinga þar.
Helstu niðurstöður eru að uppeldissýn barnahjúkrunarfræðinga er sterk, á margan hátt svipuð milli einstaklinga en þeir eru hvorki meðvitaðir um uppeldissýnina né hlut hennar í daglegu starfi. Áhugi á velferð barna er mikill enda löngun til að vera í samskiptum við börn helsti hvati þess að velja þennan starfsvettvang. Lífsgildi eru ekki eins sterk og áhuginn, þau eru minna rædd og minni vitund er um þann þátt meðal hópsins. Aðferðir eru um sumt ólíkar milli einstaklinga en sá þáttur reyndist mest hamlandi varðandi uppeldissýnina. Mikið starfsálag og erfiðar starfsaðstæður gáfu hjúkrunarfræðingum hvorki tíma til að ígrunda starfsaðferðir sínar né rými til þess að beita þeim á besta hugsanlegan hátt.
Þörf er á að leggja meiri áherslu á uppeldi og mikilvægi þess í hjúkrunarnáminu. Einnig þarf að skapa rými innan kerfisins fyrir hjúkrunarfræðinga til þess vinna með fagvitund og starfssjálf sitt í víðtækri merkingu og þá ekki síst persónulega byggt á eigin gildum, sýn og reynslu í starfi.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| PDF MÓEY LOKARITGERÐ FINAL.pdf | 913,45 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Yfirlýsing Móey.pdf | 246,88 kB | Lokaður | Yfirlýsing |