is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37804

Titill: 
 • Fagleg og árangursrík stærðfræðikennsla í grunnskóla - Handbók
 • Titill er á ensku Mathemathical guide for the mathematical teachers at Ártúnsskóli
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessa meistaraprófsrverkefnis var að vinna handbók fyrir stærðfræðikennara í grunnskóla. Með henni gefst tækifæri til þess að stunda faglega og árangursríka stærðfræðikennslu. Handbók þessi var sett upp með þeim hætti að hún væri auðveld í notkun. Stuðst var við verkefni sem unnið var af nokkrum háskólum víðsvegar um heiminn og kallast Teaching for Robust Understanding (TRU). Upphafsmaður TRU verkefnisins var Alan Schoenfeld. Ástæða þess að Schoenfeld byrjað á TRU verkefninu var til þess að taka saman alla þá miklu þekkingu sem til staðar er fyrir kennara til að skipuleggja góða kennslu. Schoenfeld taldi að þrátt fyrir að til væri fjöldinn allur af bókum um kennslu og mikið til af viðmiðunarrömmum, sem mætti nýta til þess að skipuleggja kennslu, þá væri þarft verk að nýta þessa þekkingu til þess að setja saman í einn viðmiðunarramma sem væri auðveldur í notkun (Mathematics Assessment Resource Service, e.d.). TRU verkefnið fjallar um fimm þætti sem nýta má til þess að stuðla að árangursríkri og faglegri stærðfræðikennslu. Í þessu meistaraprófsverkefni er kafað dýpra í þessa fimm þætti og þeim gerð ýtarleg skil. Þessir fimm þættir eru:
  • Efnistök
  • Vitsmunalegar kröfur
  • Einstaklingsmiðun
  • Skuldbinding, áræðni og sjálfsmynd
  • Leiðsagnarmat
  Þátturinn um efnistök snýst um þær kennsluaðferðir sem kennari velur, hvernig stærðfræðikennarinn ætti að líta í eigin barm og það hvers konar verkefni ætti að nota í stærðfræðikennslu. Þátturinn um vitsmunalegar kröfur fjallar um val verkefna, þ.e. þau þurfa að vera vitsmunalega krefjandi, ekki of auðveld og ekki of erfið. Með einstaklingsmiðun er átt við að kennarinn aðlagi kennslu sína að þörfum hvers og eins nemanda. Skuldbinding, áræðni og sjálfsmynd fjallar um hversu mikilvægt er að hjálpa nemendum að öðlast sterka sjálfsmynd , trú á eigin getu á sviði stærðfræðinnar og jákvæð viðhorf til stærðfræðinnar. Kaflinn um leiðsagnarmat fjallar að lokum um hvernig hægt er að nota námsmatsaðferðir leiðsagnarmats til að hjálpa nemendum að ná markmiðum sínum.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this master's thesis was to create a mathematical guide for the mathematics teachers at Ártúnsskóli in order for them to be able to create professional and effective mathematical teaching. This guide was designed to be as easy in use as possible. A project called Teaching for Robust Understanding (TRU) was used as a reference. This project was created in collaboration by many universities around the world, but the initiator of it was Alan Schoenfield. The TRU focuses on five aspects that should be used to create both effective and professional mathematical teaching. In this master's thesis a deeper insight into these five aspects is provided and each of them is given a detailed explanation. These five elements are the content, cognitive demand, equitable access to content, agency, ownership and identity and formative assessment. The content of lessons is about the teaching methods that the teacher chooses, how the teacher should evaluate his or hers own performance and what kind of tasks should be submitted in mathematical teaching. The chapter on cognitive demand addresses the need for selecting projects that are cognitively challenging and not too easy nor too challenging. Equitable access to content is when the teacher adjusts his or hers methods to the needs of each and every student. Agency, ownership and identity identity focuses on how important it is to help students to gain a strong image of them as mathematical thinkers and create a positive attitude towards mathematics. The chapter on formative assessment discusses how to use assessment to help students to achieve their goals.

Samþykkt: 
 • 29.4.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/37804


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólöf.Sighvatsdóttir.ritgerð.pdf622.76 kBLokaður til...27.06.2024GreinargerðPDF
Ólöf-Stærðfræði-MEd-handbók.pdf250.65 kBLokaður til...27.06.2024FylgiskjölPDF
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf193.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF