is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37805

Titill: 
  • Yndisskógur sem námsumhverfi : ávinningur þess að rækta yndisskóg í náttúrugreinakennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa lokaverkefnis til B.Ed.-prófs í grunnskólakennslu er að varpa ljósi á ávinning þess að rækta yndisskóg í náttúrugreinakennslu. Í upphafi verkefnis er fjallað um fyrirbærið yndisskóg og hverju þurfi að huga að við ræktun slíks skógar ásamt umfjöllun um tilurð verkefnis Kerhólsskóla: Yndisskógur á Borg. Því næst verður gerð grein fyrir helstu áherslum náttúrugreinakennslu sem tengjast ræktun yndisskógar og hugmyndir reifaðar um gagnlegar kennsluaðferðir sem einblína á reynslu nemenda. Að lokum er hugmyndum varpað fram um kennslu í yndisskógi. Börn og unglingar eru sífellt að fjarlægast náttúrulegt umhverfi sitt og ætti það að vera hlutverk náttúrugreinakennara að veita nemendum sínum tækifæri til að upplifa náttúruna á eigin skinni. Ræktun og kennsla í yndisskógi er ákjósanleg leið til að mæta þessum þörfum. Ávinningur þess að rækta yndisskóg í skólastarfi er aukinn skilningur nemenda á viðfangsefnum náttúrugreina í heilsueflandi námsumhverfi sem eflir umhverfisvitund þeirra.

Samþykkt: 
  • 29.4.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37805


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yndisskógur sem námsumhverfi; Ávinningur þess að rækta yndisskóg í náttúrugreinakennslu_Rebekka Lind Guðmundsdóttir.pdf957.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf108.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF