is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/37810

Titill: 
  • ,,Hvað er að hrjá mig?": Kerfisbundin fræðileg samantekt á mati á verkjum, vökustigi, óráði og/eða fráhvarfi barna á gjörgæsludeild og áhrif þess á útkomu á og eftir gjörgæsludeild
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Börn á gjörgæsludeild eru útsett fyrir sársaukafullum og streituvekjandi inngripum. Erfitt getur verið að lesa í atferli barna og meta hvort um er að ræða verki, vökustig/óeirð, óráð og/eða fráhvarf. Útkoma barna á gjörgæslu sem fá verkjamat, vökustigsmat, óráðsmat og/eða fráhvarfsmat er óljós og hefur ekki verið samþætt. Markmið: Að samþætta útkomumælingar og útkomu barna á gjörgæsludeild sem fengu verkjamat, vökustigsmat, óráðsmat og/eða fráhvarfsmat á gjörgæsludeild allt að tveimur árum eftir útskrift þaðan. Aðferð: Kerfisbundin fræðileg samantekt megindlegra rannsókna árin 2010-2021 á útkomu barna á gjörgæsludeild allt að tveimur árum eftir útskrift þaðan sem fengu mat á verkjum, vökustigi/óeirð, óráði og fráhvarfi með viðurkenndum matskvörðum á gjörgæsludeild. Leit rannsókna var samkvæmt PICOT leiðbeiningum í gagnagrunnunum PubMed, Scopus og CINAHL. Rannsóknirnar voru valdar og niðurstöður samþættar samkvæmt PRISMA leiðbeiningum og gæðametnar eftir leiðbeiningum Joanna Briggs Institute.
    Niðurstöður: Alls 21 rannsókn með 8.461 barni uppfylltu inntökuskilyrði og gæðamat. Ein rannsókn á verkjamati, ein á vökustigs/óeirðarmati, 13 á óráðsmati og sex á fráhvarfsmati. Engin rannsókn mat alla fjóra þættina. Útkomumælingar voru tímalengd á gjörgæsludeild/sjúkrahúsi, í öndunarvél, í hjarta- og lungnavél, tímalengd svæfingar, dánartíðni, lyfjaniðurtröppun, vitræn og líkamleg skerðing ásamt stigun alvarleika veikinda. Útkoma sýndi ekki tengsl milli verkja og vökustigs/óeirðar og tímalengdar á gjörgæslu/sjúkrahúsi og í öndunarvél. Börn í óráði eða fráhvarfi voru lengur á gjörgæsludeild, á sjúkrahúsi, í öndunarvél og lengur svæfð en börn án óráðs eða fráhvarfs. Vitræn og líkamleg skerðing barna í óráði var meiri, dánartíðni hærri og stigun alvarleika veikinda barna í óráði meiri í rúmlega helming óráðsrannsókna, en barna ekki í óráði.
    Ályktun: Flókið samspil verkja, vökustigs/óeirðar, óráðs og fráhvarfs getur haft neikvæð áhrif á útkomu barna á og eftir gjörgæslu. Reglulegt mat á verkjum, vökustigi/óeirð, óráði og fráhvarfi barna á gjörgæsludeild með stöðluðum matskvörðum hefur klínískt vægi við greiningu ástands og viðeigandi gjörgæslumeðferð.

Samþykkt: 
  • 30.4.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37810


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
179309556_5391804350860575_1386046028738527083_n.pdf268.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaverkefni Anna Harðardóttir.pdf2.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna