is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37814

Titill: 
  • „Þetta er ekki okkar ákvörðun“ : Upplifun og viðhorf mæðra gagnvart námsvali barna sinna í starfsnámi
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var þríþætt. Í fyrsta lagi að fá innsýn í upplifun mæðra unglinga sem völdu starfsnám í framhaldsskóla af hlutverki þeirra í ákvarðanatökuferli barna sinna. Í öðru lagi að kanna viðhorf mæðranna til námsvalsins og í þriðja lagi að kanna reynslu þeirra af fræðslu og ráðgjöf um framhaldsskólanám. Tekin voru hálfstöðluð opin einstaklingsviðtöl við sjö mæður sem áttu það sameiginlegt að eiga unglinga á aldrinum 15-19 ára í starfsnámi á framhaldsskólastigi. Meginniðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að viðhorf mæðranna sjö gagnvart námsvali barna sinna í starfsnámi voru jákvæð. Allar mæðurnar voru á þeirri skoðun að skynsamlegt væri fyrir börnin sín að ljúka stúdentsprófi samhliða starfsnáminu og flestar mæðurnar hvöttu þau til þess. Mæðurnar upplifðu flestar að hlutverk þeirra í ákvarðanatökuferli barna sinna við val á framhaldsskólanámi hafi verið að veita þeim frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og styðja við þær. Upplifun mæðranna var sú að ráðgjöf og fræðsla fyrir foreldra um framhaldsskólanám hafi verið lítil sem engin nema í einu tilfelli. Þær fengu aðallega upplýsingagjöf í gegnum skólaheimsóknir í valda framhaldsskóla. Sumar mæðurnar töldu að ekki þyrfti að bæta upplýsingagjöf til foreldra en aðrar töldu að hægt væri að bæta hana með einhverskonar fræðslu t.d. kynningu fyrir foreldra um framhaldsskólanám. Meginlærdómurinn sem draga má af niðurstöðunum er sá að bæta megi náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfsfræðslu fyrir bæði nemendur og foreldra. Vonast er til að þessar niðurstöður varpi enn frekara ljósi á mikilvægi félagslegs umhverfi fyrir námsval ungmenna. Með því að gera ungmenni meðvituð um þessi félagslegu áhrif á námsáhuga og námsval mætti opna augu þeirra fyrir því fjölbreytta námi og skólum sem eru í boði fyrir þau. Einnig væri hægt að veita foreldrum ráðgjöf og fræðslu og gera þá meðvitaðri um þau áhrif sem þau geta haft á námsval barna sinna og fræða þau um námsframboð í framhaldsskólum á Íslandi svo þau séu betur í stakk búin til að aðstoða börn sín við val á framhaldsskólanámi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the study was threefold. First, to gain insight into the experience of mothers of adolescents who have chosen vocational training in upper secondary school and their role in their children's decision-making process. Secondly, to examine the mothers' attitudes towards the choice of study and thirdly, to examine their experience of education and counseling about upper secondary education. Semi-standard open-ended individual interviews were conducted with seven mothers who had in common that they had adolescents aged 15-19 years in vocational training at the upper secondary level. The main findings of the study are that the attitudes of the seven mothers towards their children's choice of vocational education were positive. All the mothers had the opinion that it would be sensible for their children to complete the matriculation examination with the vocational training and most of the mothers encouraged them to do so. The majority of the mothers felt that their role in their children's decision making process in choosing upper secondary education was to give them the freedom to make independent decisions and support their decisions. The mothers' experience was that counseling and education for parents about upper secondary education was minimal or non-existent, except in one case. They mainly received information through school visits to selected upper secondary schools. Some mothers felt that there was no need to improve the provision of information to parents, while others believed that it could be improved through some form of education, e.g. an introduction for parents about upper secondary education. The main lesson that can be learned from the results is that career education and counseling can be improved for both students and parents. Hopefully these results will shed further light on the importance of the social environment for young people's educational choices. By making young people aware of these social effects on their interest in learning and choice of study, their eyes could be opened to the diverse education and schools that are available to them. It would also be possible to provide parents with counseling and education and make them more aware of the effects they can have on their children's choice of education and educate them about the range of courses available in upper secondary schools in Iceland so that they are better able to assist their children in choosing upper secondary education.

Samþykkt: 
  • 30.4.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37814


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð_Hulda Long.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf365.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF